Bloggleti

Sæli nú Wink Hef verið svoldið löt við að blogga undanfarið. Varð atvinnulaus og þá varð eins og mín hafi bara orðið loftlaus allt í einu. En nú er ég öll að koma til aftur. Farin að hreyfa mig á fullu. Fór á námskeið að læra að búa til ferilskrá og komst að ýmsu við þá vinnu. En það fyndna við atvinnuleysið að maður hefur allan þann tíma sem maður þarf til að gera allt en einhverra hluta vegna þá gerir maður ekki neitt Tounge En upp úr pyttinum stúlka og notaðu það sem þú hefur lært Cool 

Eins og mjög góður vinur minn sagði um daginn þá var Róm ekki byggð á einum degi og það þarf ég svoldið að nota á mig því þótt maður sé að taka til í pokanum sínum þá á ég langt í land sérstaklega með foreldra og systkini Blush Ég var rétt 16 ára þegar ég flutti að heiman og einhvern vegna þá hef ég lítið kynnst sumum af mínum nánustu. Og í staðin fyrir að ráðast til atlögu þá geri ég bara ekki neitt Frown Og svo í dag hugsa ég hmmmm hvernig fer ég að því að breyta þessu. Ekkert kemur í upp í huga minn þannig að nú ætla ég aðeins að bíða og biðja (nýjasta sem ég var að læra í vikunni að ef ég veit ekki alveg hvað ég á að gera þá ekki gera neitt). Ég veit að guð (eins og ég skil hann) sýnir mér hvernig þetta á að vera. Hann er svo klár.

Í gær fórum við í réttir og var þetta bara mjög gaman. Það eru mörg ár síðan ég hef farið í réttir þannig að þetta var góð tilbreyting. Svo í gærkveldi var matarboð hjá þremur fingrum hehe mjög góður matur þar á borðum og myndirnar úr Lónsöræfum bara snilld. Þið eruð æðisleg öll saman. 006 

Stjörnuspá

NautNaut: Nú er kominn sá tími að þú getur haldið áfram með verk sem hefur legið í láginni í nokkurn tíma. Ekki fara ófögrum orðum um náungann.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Aprílrós, 20.9.2009 kl. 16:55

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Góðir hlutir gerast hægt, það er Guð (eins og við skiljum hann) að sýna okkur á hverjum degi

Birna Dúadóttir, 22.9.2009 kl. 10:31

3 identicon

Gangi þér vel :)

Jói Egils (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband