8.9.2009 | 21:47
Kleinudagur og fl.
Í dag fór ég á fund með Vinnumálastofnun og þar skráði ég mig á eitt námskeið og svo þarf ég að fara á eitt námskeið í næstu viku. Það var skildumæting í dag og svo verður maður að fara á annað námskeið sem er líka skildumæting á. Þá á ég að læra að búa til ferilskrá og svo verður mitt áhugasvið skoðað. Þetta verður bara gaman.
Síðan skrapp ég til Bertu og Þórhalls og við Berta fórum að steikja kleinur Þetta eru bestu kleinurnar í bænum. Við tókum svo eftir því að það var ekki sama bragð af þeim. Við héldum að við hefðum gert þetta eins en þá kom í ljós að Berta notaði súrmjólk en ég AB mjólk. Það verður nokkuð mikill bragðmunur. Við ætlum alltaf að nota AB mjólk því það er miklu betra.
Síðan var ég aðeins að skipuleggja með mömmu læt ykkur vita síðar hvað við erum að skipuleggja. Geggt gaman.
Þegar heim var komið kom í ljós að við vorum að fá matargesti og ég tók út kolaflök og steikti þau í raspi og hafði mikinn lauk með. Þetta var algjört lostæti. Skemmtilegir gestir og frábært fólk.
Naut: Rómantík er alls staðar í umhverfi þínu, þó hún feli ekki í sér að verða ástfanginn. Þú leggur þig fram um að gera heimili þitt að griðastað fjölskyldunnar.
Athugasemdir
Aprílrós, 8.9.2009 kl. 22:27
Mér finnst að þú ættir að kikja við hjá mér ef þú ert á ferðinni í Kef. Ef þú vilt kleinur með kaffinu, þá verður þú að hafa þær með þér
Birna Dúadóttir, 9.9.2009 kl. 09:10
Kleinurnar eru komnar til Grindavíkur og erfitt að færa þær Þær eru að hverfa. Veit ekkert hvað verður um þetta allt saman. Ég á eftir að fara nokkrar ferðir í næstu viku og þá fer að koma að því að ég komi og kíki.
Kristín Jóhannesdóttir, 9.9.2009 kl. 19:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.