Atvinnulaus á ný

Jæja þá er ég orðin atvinnulaus aftur Frown En fer bara í fiskinn ef ég fæ ekkert annað nenni ekki að gera ekki neitt. Hef verið frekar andlaus undanfarið, trúlega spennufall því maður er búin að vera á fullu í allt sumar, vinna mikið og útilegur um hverja helgi og svo það er kannski ekkert skrítið að maður sé smá þreyttur eftir sumarið Sleeping Síðasta mánudagskveld þegar ég var á leið heim tók ég þessa flottu mynd af sólinni. Langaði svooooo að deila henni með ykkur.    002

Óli bróðir hans pabba dó og var jarðaður á föstudaginn. Blessuð sé minning hans. Þetta var frábær kall. Man eftir honum sem krakki þegar mamma var á spítala og ég fór á Nýja-bæ í smá tíma. Þau áttu þá 4 stráka og mér þótti sko það ekki leiðinlegt að vera að fíflast í þeim daginn inn og út. Man ég eftir að þeir voru búnir að smíða músahús og svo ætluðu þeir að vera með nokkrar mýs þar. Nú svo við fórum í kapp hver myndi finna fyrstu músina(ég hef verið svona 7-8 ára) Ég hef alltaf verið mikil keppnismanneskja svo ég fór og leitaði og leitaði og svo fann ég eina LoL Tók í skottið á henni og hljóp af stað. Allir voru komnir inn í kaffi (afi var í heimsókn) svo ég æddi bara með hana inn og kallaði ég vann ég vann. Allir litu upp og afi var nú ekkert mjög hrifinn og sagði ekki koma með þessa rotti hér inn hehe haldið ekki að ég hafi fundið rottuunga en ekki mús hehehe. Alltaf gaman að rifja upp góðar minningar. Óli kenndi mér allt um hvítu strikin á götunum. Til hvers óbrotin lína væri og hvenær mætti taka framúr og hvenær ekki. Þetta var frábær kall og mun ég minnast hans vel. Jarðarförin var mjög falleg með hestum sem heiðursverði í Laugardælakirkju. Helga og fjölskylda Guð veri með ykkur.

Í dag komu svo börnin mín í mat og var það yndisleg stund. Þetta ætlum við að fara að gera að vana að hittast 2svar í mánuði og borða saman. Mér hlakkar bara til vetrarins það verður svo margt skemmtilegt um að vera. Gulla litla lék á alls oddi og læt ég fylgja hér mynd af henni með nýja hjólið sem hún fékk í afmælisgjöf þegar hún varð 2ja ára um daginn. 003

NautNaut: Þú gætir orðið ástfangin/n eða skotin/n í einhverjum í dag. Veltu því vandlega fyrir þér áður en þú afræður nokkuð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Birna Dúadóttir, 7.9.2009 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband