Berjamó og rennibraut

Hæ  Hó Ég fór vestur um helgina til að tína ber, nótabene Bláber. Ég hef aldrei farið að tína bláber hvað þá borðað mikið af þeim en þetta var frábær ferð. Fórum í Kerlingarfjörð. Vorum á bæ sem heitir Fjörður ásamt fullt af skemmtilegu fólki. Við lögðum af stað snemma á föstudagsmorgninum og ætluðum að dóla þetta í rólegheitum. Fórum í bónus í Borgarnesi og stoppuðum svo rétt fyrir utan Búðardal í laut við á Wink Dóluðum svo restina. Komum á staðinn um 4 leitið og fengum okkur kaffi og kleinur ( Gunna takk fyrir mig ) fórum svo að tína ber. Gunna og Bjössi voru nýbúin að tína yfir 10 lítra af krækiberjum en við fórum aðeins lengra upp í hlíðina og fundum bláber. Fyrst týndi ég bara bláber og gerði engan greinarmun á aðal og ekki aðal hehe en svo var mér sýndur munurinn og bragðmunurinn líka þannig að ég gerðist vandlát (bara allt í einu hehe) og tíndi bara aðalbláber eftir það. Þau eru bara miklu betri. (ein sem hafði ekkert vit á bláberjum hehe) Um kveldið var fengið sér rauðvín og bjór eða það sem hverjum og einum langaði að drekka. Stína kom með Tópas svona aðeins til að skerpa á spilamennskunni því við fórum að spila UNO og var spilað til klukkan hálf 4. Það virðist bara ekki vera hægt að stoppa þegar maður byrjar. Laugardagurinn var flottur, komu tvær rigningaskúrir en við gátum samt týnt svoldið af berjum. Fórum fyrst að skoða þau í Mjóafirði og svo týndum við meira í Kerlingarfirði. Þetta var bara frábær helgi í alla staði. Þið skemmtilega fólk sem voruð með mér Takk æðislega fyrir mig. Þið eruð frábær. Á heimleiðinni vorum við í samfloti við Bjössa og Gunnu og fórum við í sund í Borgarnesi og verð ég alltaf að prufa allar rennibrautir hehe. Þessi er alveg frábær (skil bara ekki afhverju vatnið er svona kalt í þeim) prufaði fyrst þessa bláu og rann rólega niður. Svo ákvað ég eftir að vera búin að hlýja mér smá að fara í grænu hún er svoldið stærri. Írena og Telma voru búnar að segja mér að vatnið frussaðist mikið efst og væri hún æðisleg. Já nú ætlaði ég að vera sniðug og gera eins og krakkarnir og setja sundbuxurnar upp í rassinn hehe. Svo var lagt af stað. Skellti mér í kalda bununa og rann svaka hratt niður ( munar miklu þegar maður setur buxurnar upp í hehe) en af því vatnið var orðið svo mikið þá var ég nærri því drukknuð þegar ég kom á leiðarenda hehe en gaman var þetta. Fór ég svo í heita pottinn 42° aaaaaaa heitt og gott. Svo fór ég að horfa í kringum mig og tók þá eftir því að rennibrautirnar eru gegnsæjar úbs þannig að þegar ég renndi mér í seinna skiptið með buxurnar upp í. Þá gátu allir sem í pottunum voru horft á rassinn á mér á leiðinni niður heheheeh. Bara fyndið. Ekki ætla ég aftur að setja buxurnar upp í nema kanna hvort rennibrautin sé gegnsæ eða ekki.  Hafið góðar stundir þar til næst.

NautNaut: Þú hefur á tilfinningunni að yfirvöld og stórar stofnir vinna gegn þér sama hversu hart þú leggur að þér. Njóttu þess að tala við aðra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Þú ert perla

Birna Dúadóttir, 24.8.2009 kl. 23:08

2 Smámynd: Aprílrós

Aprílrós, 25.8.2009 kl. 00:13

3 identicon

seylubúarnir (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband