12.8.2009 | 20:38
Blogg hehe
Sælinú það hefur verið mikið að gera hjá mér í sumar og ég hef látið það mæta afgangi að blogga og þvælast á netinu. Mikið hefur gengið á bæði í leik og starfi. Vinnan í Ölgerðinni hefur verið frábær og mikið að gera. Var ég flutt þangað á tímabili svo lengi vann ég á kveldin. En okkur Elísabetu tókst nú að koma útborguninni út á réttum tíma eða svona nokkurnvegin. En þetta er vinna sem gaman er að vinna þannig að þetta hefur verið æðislega gaman. Svo er hún búin um næstu mánaðarmót. Og spurning hvað tekur við þá En eitt er víst það tekur alltaf eitthvað annað við. En það sem hefur verið að gerast undanfarið hjá mér er margt og mikið. Eins og þið vissuð þá bjó ég í Kópavogi og var að passa tvo hunda og hús. En svo kom smá ágreiningur okkar á milli og ég flutti út og hmmmmm hvert skal halda með svona litlum fyrirvara. Jú vinur minn í Grindavík bauð mér að koma bara til sín ég væri hvort eð er alltaf hjá honum hehehe. HMMMMmmm ég sem ætlaði ekkert að vera að sniglast meira í Grindavík nema til að heimsækja fólk er allt í einu flutt þangað. OMG.
Ég er búin að vera í útilegum flestar helgar í sumar og er maður búin að fara víða. Núna síðast á Dalvík og þar var bongóblíða og svakalega gaman. Svoldið margt fólk en eins og sagt er þröngt mega sáttir sitja og það virtist vera pláss fyrir alla Núna er ég að byrja að koma mér fyrir hér og hefur það verið pínulítið erfitt fyrir mig. Ég á stundum svoldið erfitt því mér finnst ég stundum vera fyrir. (sem er ekki þannig). Fólk sem hefur orðið fyrir kynferðislegri misnotkun hefur við þennan vanda að glíma því oft finnst þeim (ég og fleiri www.sasa.is) ekki hafa tilverurétt (þetta eru afleiðingar sem ég er að vinna á og gengur svona ágætlega) Nú er ég sem sagt að passa upp á minn tilverurétt sem er erfitt því ég er svo fljót að hleypa öðrum framfyrir mig. Ég verð stöðugt að minna mig á en með að fara í gegnum sporin 12 með hjálp góðrar manneskju þá er allt að gerast. Nú er maður komin með fullt af verkfærum til að hjálpa manni þegar maður dettur niður í 10 sætið. Því er orðin ein af flottustu stelpunum í bænum hehe.
Naut: Þú berð sérstakt skynbragð á fegurð í dag og ættir að leyfa sköpunargáfunni að njóta sín. Njóttu vinnu þinnar.
Athugasemdir
Flott að þú skulir vera farin að sniglast í Grindí Takk fyrir kaffið
Birna Dúadóttir, 12.8.2009 kl. 23:05
Hlakka til að sjá þig...
Selma Vígl. (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 13:53
Síðasta setningin segir allt, þú ert yndisleg, þurfum að fara að hittast.
Ella Stína (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 10:21
Gangi þér vel og já flottasta stelpan í bænum á náttúrulega að ver aí fyrsta sæti en ekki hvað :-)
Jói Egils (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 13:23
gott að vera búin að fá þig aftur í bæinn flotta stelpa
Álfheiður (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 00:12
Til lukku .
Þá ertu komin aðeins nærr og getur skroppið í kaffi til okkar.
Annars verður kaffi á sunnudag á ljósanæturhelginni,hef samband
við þig áður. Verðum að fara hittast.
Kveðja seylubúarnir.
seylubúarnir (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 22:28
Aprílrós, 22.8.2009 kl. 23:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.