20.7.2009 | 23:51
Lóns Öræfi
Mikið er ég alltaf upptekin þessa dagana. En það hlýtur að koma logn hjá mér einhverntíma hehe.
Vikuna 6 - 11 júlí fór ég austur á land og vorum við 7 saman Ég, Villa, Gunni, Brói, Gulla, Bryndís og Svanbjörn sem ætluðum að ganga Lóns Öræfi. Vorum við keyrð af þeim heiðursmönnum Kristjáni og Hafþóri inn í Geithellnadal þriðjudagsmorgun og lögðum við að stað um 9 leitið Gaman var að fara með þessum félögum því þeir hafa gaman af að segja frá stöðum og staðhættum og segja skemmtilega frá og svo fóru þeir nú að æsa hvorn annan upp þegar leið á ferðina. Stjáni var með okkur dömurnar en Hafþór var með strákana. Svo kom að því að ekki var hægt að aka lengra svo Hafþór fór heim en Stjáni ákvað að ganga með okkur að Leirás Skálanum sem við ætluðum að gista í um nóttina. Var þetta skemmtileg ganga, tvær ár sem við þurftum að komast yfir og mér þykir ekki leiðinlegt að vaða. Ekki leist nú stelpunum vel á skálann svona við fyrstu sýn héldu fyrst að við værum að grínast þegar við sýndum þeim skálann. Hann er frekar lítill en okkur tókst nú að sofa 7 þarna inni. Þegar við vorum búin að koma okkur fyrir þá gengum við 5 upp að fossi en Gunni og Svanbjörn ætluðu að passa upp á að geitungarnir ætu ekki kássuna okkar (kom svo í ljós þegar við komum til baka að þeir fóru eitthvað að kíkja á kássuna þannig að þeir drápu þá bara ) Kássan hennar Villu var alveg frábær og eplasalatið sem meðlæti tær snilld. Einn galli var þó á þessu það voru nýrnabaunir í kássunni og í svona litlum skála þá fer það ekki framhjá neinum þegar loftið lekur hehe. Niðri sváfu 4 og uppi sváfu 3. Þröngt mega sátti liggja og það átti sko vel við núna hehe. En ágætlega sváfum við nema það var einhver spýtulufsa að stríða Villu og Gunna.
Dagur 2 Vöknuðum snemma eða um kl.06:45 í þessu líka svakalega flotta veðri. Blankalogn og ekki sást ský á himni. Fengum okkar eðal morgunmat swissmiss með súkkulaðimusli. Þessi dagur var farið lengst eða rúma 16 kílómetra og komum við í selið um hálf 5. Var mikið stoppað og þurftum við að fara yfir eina stóra á. Við sáum 2 hjarðir af hreindýrum og var það rosalega flott. Þetta eru svo tignarleg dýr. Þegar líða tók á daginn þá fór ég að hugsa um eplið mitt hehe. Því ég ætlaði að fá mér epli þegar við kæmum í skálann og það var sko safaríkt epli sem ég fékk namminamminamm Borðuðum við kveldmatinn um 6 leitið og fékk ég mér villidýrakássu. Svo ætluðum við að ganga og skoða jörðina Grund og rústirnar þar. Við vorum 5 sem lögðum af stað en svo missteig Brói sig og sneri við. Þannig að það vorum við dömurnar sem röltum í kvöldsólinni í logni og æðislegu veðri eins og öll vikan var hjá okkur. Við erum nefnilega á vinsældarlistanum hjá veðurguðunum þessa dagana. Ekki fórum við yfir ánna við Grund því það var svo mikið í ánni að það yrði mjög hættulegt fyrir okkur að fara. En göngutúrinn var æðislegur, kyrrðin mikil og náttúran glæsileg. Þegar í skálann var komið fengum við okkur nokkur staup og skemmtum okkur vel í skemmtilegum félagsskap. Hafði reyndar Íraki komið á meðan við stelpurnar vorum í göngunni en hann var fljótur að koma sér í burtu þegar hann sá okkur dömurnar. Ekki vissum við afhverju heeh, Kannski erum við svo óhuggulegar hehe.
Dagur 3. Vöknuðum um 7 missofin vegna hita og hrota (ég tók upp á því að hrjóta heeh). Veðrið eins og venjulega heiður himin og logn. Borðuðum við morgunmat og núna þurftum við að byrja á því að vaða smá þannig að ég fór fyrst yfir ánna áður en ég gerði mig klára. Mikið mý var því það var logn og við vorum við vatn (sem engin fiskur var í Gunni prufaði að veiða kvöldið áður og notaði maísbaunir sem beitu) Gengum við frá Egilseli og fórum að skoða Tröllakróka og eru þeir með því flottasta sem ég hef séð. Stoppuðum við í smá stund og nutum útsýnisins. Gengum þaðan og fórum upp á Múlakolla, útsýnið stórkostlegt og við sáum um 50 hreindýr í hvíld í snjónum. Síðan var stefnan tekin að Múlaskála. Leiðin gekk vel framanaf en þegar 1/3 var eftir og jafnvel styttra að ég var komin í ógöngur því nú þurftum við að fara niður gil sem mig langaði ekki að fara í. En hjá því var ekki komist því hin leiðin var víst ekkert betri þar sem við vorum en hetjan ég mér tókst að fara niður í kaðli og upp þá bröttustu brekku sem ég hef farið hún var frekar erfið og þegar ég kom upp þá bara gáfu lappirnar sig. Ég hef gengið mikið en þetta er það erfiðasta (ég hélt það þarna) sem ég hef gert á æfinni í göngu. Þegar við komum í bústaðinn var rokið í kalda sturtu og fórum við öll nema Gunni hann fór að fixa eitthvað og fékk heitt vatn . Áttum við frábæra stund með léttu spjalli og gjallandi hlátri. Var koin ró á liðið um 10 leitið. Var ég að læra að setja eyrnatappa og komu upp fjörugar umræður um hvernig ætti að nudda þá og og fá þá til að haldast inni hehe. Niðri voru þau búin að koma sér vel fyrir á básunum sínum.
Dagur 4. Vöknuðum um 8 leitið í góðu veðri eins og hina dagana. Var ákveðið að vera í léttri göngu þennan daginn Skoðuðum Þilgil og Víðigil og fleiri gil og fullt af steinum, þetta var svakalega gaman. Sólin hátt á lofti og við öll í góðum gír eins og venjulega. Þetta er frábær hópur. Eftir góðan kvöldmat fórum við í kvöldgöngu. Vorum við búin að skoða aðstæður fyrr um daginn og virtist þetta líta vel út. Göngustígurinn flottur í hlíðinni en það var bara það sem við sáum við enduðum í svaðilförum því göngustígurinn varð nánast að engu og nú lenti ég í því erfiðasta sem ég hef nokkru sinni lent í. En með góðri leiðsögn Villu og humminu hans Bróa tókum við skref fyrir skref og á endanum tókst þetta. Þegar ég kom aftur í grasið var eins og ég hafi fengið rakettur undir skóna mína því ég skaust fram og til baka gólandi og gargandi af létti því þetta er ekkert smá erfitt fyrir svona lofthrædda manneskju að gera svona. En hetjan mín hún ég, fór þetta. Svo þegar við komum í skálann aftur þá áttum við eftir að klára alla snafsana sem við drukkum ekki hin kveldin hehe. Svo var skrifað í gestabókina og var þetta síðasta kveldið okkar saman og fann maður til smá söknuðar því þetta hafði verið svakalega gaman.
Morguninn eftir fórum við upp Illakamb og þar beið eftir okkur bíll sem fór með okkur niður að Stafafelli þar sem þetta byrjaði allt saman 5 dögum áður. Fór ég á Djúpavog með Stjána og borðaði pottrétt hjá Dúnu. Hún býr alltaf til svo góðan mat. mmmmmmmmm. Skellti mér svo í sund og heimsótti Stefu og Ninna í sumarbústað kvenfélagsins inni í Fossárdal. Síðan lagði ég af stað heim. Kom við hjá Ömmu Grænu og hélt svo af stað. Var ég frekar þreytt og var þetta frekar erfitt að keyra þetta en tókst fyrir rest. Vorum við komin í Grindavík um 1 leytið. Þið frábæra fólk sem voruð með mér í þessari ferð kærar þakkir fyrir mig þið eruð æðisleg.
Athugasemdir
Flottar myndir
Aprílrós, 21.7.2009 kl. 00:40
Þetta hefur ekki verið nein smá ferð
Birna Dúadóttir, 21.7.2009 kl. 23:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.