2.7.2009 | 23:59
Ein upptekin
Jæja nú ætla ég loksins að blogga smá. Það virðist alltaf vera svo mikið að gera hjá mér að ég var farin að gleyma ykkur og það má ekki gerast En ég er búin að fara á Sundmót sem var þriðju helgina í júní og þar var virkilega gaman. Þakka staðarhaldara fyrir afnotin af klósetinu og svæðinu. Helga þetta var bara snilld. Og fótboltaleikurinn var bara fyndin.
Svo var ég svo heppin að fá hana Gullu í heimsókn eina helgi og vá hvað það var gaman. Fórum við öll til Grindavíkur og vorum hjá Þormari. Gulla flutti reyndar út á pall því þar er lítið hús fullt af eldhúsgræjum og hún kom reglulega út til að athuga hvort einhver væri heima og kallaði og ef hún fékk svar fór hún inn aftur og hélt áfram að leika sér. Hundarnir undu sér vel á pallinum eins og venjulega. Þeim er samt ekkert of vel við Gullu því það verður stundum svo mikil læti í henni Írena og Telma pössuðu hana í smá stund og þá var hún snögg og kúkaði (stelpunum þótti það ekkert sniðugt ) en þær voru svo duglegar að þær skiptu á henni. Ekkert smá flottar stelpur. Það var sko dekrað við allar stelpurnar þessa helgi. Þormar og Loftur á móti 7 stelpum hehe. Sko Gulla, Írena, Telma, Sandra, Bomba, Tívolí og ég hehe þvílík kvennaveröld. Voru allir sælir og glaði eftir þessa helgi.
Hann Eyfi átti 45 ára afmæli um daginn og hélt hann upp á það í sumarbústað í Svignaskarði. Veðurblíðan elti okkur og var maður vel steiktur. Birna bakaði og sá um að ekkert vantaði úr eldhúsinu ( Afhverju ertu alltaf í eldhúsinu Birna hehe?) En það voru frekar margar Birnur þarna um helgina því það komu gestir að heimsækja Eyfa. Birna Sig. og Birna Ben. Hjölli kom líka og fleiri gestir. Eyfi Takk fyrir frábæra helgi og Birna takk fyrir allar pönnsurnar. Þú ert æðisleg í eldhúsinu
Nú var orðið mikið að gera í vinnunni. Verð svo ein eftir mánaðarmótin eða þegar ég kem úr göngunni miklu. Fer í útilegu um helgina í Grímsnesið og ætlar Jói að vera með hundana. Hann er búinn að taka miklu ástfóstri með hundana og verður mikill missir þegar þeir fara. Mikil vinna er að vera með hundana sérstaklega eftir að ég byrjaði að vinna aftur en hann hefur verið mín stoð og stytta í gegnum þetta allt. Hann er æðislegur.
Jæja læt þetta duga í bili. Þið eruð búin að fá ágætis skýrslu um mig núna. Mér líður að öðru leiti ágætlega. Búin að vera mjög þreytt undanfarið og alltaf haldið að það væri út af því ég væri að hreyfa mig of mikið en þá kemur í ljós að það kom smá bilelsi í ljós í blóðinu sem er búið að kippa í liðin með einni töflu á dag og bíð ég spennt eftir að hún fari að virka almennilega hehe. Lifið heil það ætla ég að gera.
Athugasemdir
Góða helgi orkubolti ;)
Aprílrós, 3.7.2009 kl. 11:10
Það gleður mig að heira þú sért farin að vinna aftur Kristín,ég sé að þú átt og munt eiga frábært sumar með fullt af góðu fólki.Og þegar svoleiðis er hver getur þá annað en glaðst.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 6.7.2009 kl. 01:53
Ég veit nú ekki hvort ég er yfir mig ánægð með að lúkka vel í eldhúsinu En gott að þú gast borðað pönnsurnar Þetta var gaman, endurtökum fljótlega, ekki satt
Birna Dúadóttir, 7.7.2009 kl. 08:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.