24.6.2009 | 21:10
Sjómannahelgin
Svoldið á eftir áætlun með skriftir en það verður að hafa það En við vorum 3 sem tókum okkur saman úr Sóló og slógum upp veislu um sjómannahelgina í Grindavík. Þormar lánaði sitt heimili og var haldin svakaleg grillveisla á föstudagskveldið. Margir tjölduðu í bakgarðinum og mættu fimmtíu manns. Voru grilluð lambalæri og svo var fiskiveisla, steinbítur, koli og lúða. Þetta tókst með eindæmum vel og röltum við svo niður á bryggju og skemmtum okkur með Bubba og Egó (Bubbi var nú frekar kuldalegur og oft hefur maður séð hann hressari).
Laugardagurinn var mjög svo fallegur. Sólin skein og lítið rok (það er nefnilega alltaf rok) . Var farið í göngutúr um þorpið hehe fyrir hádegi og voru heilir 5 sem röltu . Um kveldið grilluðu bara hver fyrir sig og reiknast okkur til að það hafi verið um 30 manns. Síðan var tekinn fram grammafónn og spilaðar plötur. Upp úr kl. 23:00 fórum við á ball í Salthúsinu en Stjórnin spilaði fyrir dansi. Hulda var svo óheppin að detta og brjóta á sér úlnliðinn en er öll að gróa. Þessi helgi tókst frábærlega allavega skemmti ég mér rosalega vel. Allir hjálpuðust að við að ganga frá á sunnudeginum í smá þynnku. Veðrið æðislegt. Krakkar takk fyrir mig.
Athugasemdir
Ég skemmti mér líka stórvel, en missti samt af því að hjálpa til við að ganga frá. Kannski af því að ég fann ekki fyrir þynnku Sjáumst um helgina
Birna Dúadóttir, 25.6.2009 kl. 09:39
;)
Aprílrós, 28.6.2009 kl. 20:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.