18.6.2009 | 22:39
Minningarbrot
Vinkona mín missti manninn sinn um daginn. Sigurfinnur megi friður vera með þér. Þú varst frábær strákur. Ég þekkti þig ekki mjög mikið en rólegri mann hafði ég ekki kynnst. Þolinmóður og indæll maður. Jarðaförin hans var mjög falleg og situr einn sálmurinn mjög svo í mínu minni. Ætla ég að deila honum með ykkur.
Dag í senn, eitt andartak í einu, eilífð náð þín, Faðir, gefur mér. Mun ég þurfa þá að kvíða ei neinu þegar Guð minn fyrir öllu sér. Hann sem miðlar mér af gæsku sinni, minna daga, skammt af sæld og þraut, sér til þess að færa leið ég finni, fyrir skrefið hvert á lífs míns braut.
Hann sem er mér allar stundir nærri, á við hverjum vanda svar og ráð. Máttur hans er allri hugsun hærri heilög elska, viska, föðurnáð. Morgundagsins þörf ég þekki eigi, það er nóg að Drottinn segir mér. Náðin mín skal nægja hverjum degi, nú í dag ég styð og hjálpa þér.
Guð ég fæ af fyrirheitum þínum frið og styrk sem ekkert buga má. Auk mér trú og haltu huga mínum helgum lífsins vegi þínum á svo að ég af hjartaþeli hreinu, hvað sem mætir, geti átt með þér daginn hvern, eitt andartak í einu, uns til þín í ljóssins heim ég fer.
Heiða mín, Svanhildur, Kristín Harpa og Guðmundur Ásgeir. Þið eruð flottust, ekkert smá sterk, er mjög stolt af að þekkja ykkur. Megi guð vera með ykkur.
Athugasemdir
Samhryggist þer vinamissinn Kristín mín ;) sendi samúðarkveðjur til vinafólks þíns ;) Knús og ljós til þín og allra ;)
Aprílrós, 18.6.2009 kl. 23:18
Birna Dúadóttir, 20.6.2009 kl. 10:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.