Hvítasunnan

 

 

Sólóklúbburinn fór um Hvítasunnuna austur í Skaftafell til að klífa Hvannadalshnúk. Vorum við 9 sem ætluðum upp og 2 dömur sem pössuðu upp á að við nærðumst rétt J

Ég Kristín , Þormar, Hörður og Elín lögðum af stað um eitt leitið á föstudeginum en restin eða Tryggvi, Magnús, Sigurlaug, Hildur, Sjöfn, Gerður og Gunnlaugur  um fimm.

Við byrjuðum fyrst á að koma við hjá Ólöfu Sólókonu sem býr í Hveragerði og skoðuðum hennar heimili,  fallegt heimili þar og gaman væri að heimsækja hana viðbetra tækifæri  því þarna er nóg pláss til að grilla og hafa gaman J

Svo fór Elín á bensínstöðina og keypti bjór því hún öfundaði   Þormar svo af kassanum hans. Þaðan fórum við í Bónus á Selfossi og versluðum góðan mat og meðlæti J

Og áfram var haldið J þegar við komum á Vík þá fór Hörður með okkur að húsinu hans Stebba. Flott hús sem hann hefur þarna J  Á Mýrdalssöndum gerðist Hörður svolítið kærulaus og gaf aðeins í og ekki  var hann búinn að keyra lengi þegar við mættum löggu sem bæði blikkaði hann og benti (með fingrinum) Jsvo Hörður var stilltur eftir það. Á Klaustri fengum við okkur kvöldmat og vorum svo komin í Vesturhús í Hofi um 7 leitið. Komum okkur fyrir og fórum svo að spila UNO þar til restin af liðinu kom um hálf 11 og þá var spjallað og trallað fram á nótt JSvo kom í ljós að Sjöfn (sem var ekki orðin sjóaður Sólófélagi) (hún er það núna ) tók bara með sér orkudrykki en Tryggvi var vel birgur bjargaði henni fyrir horn en þá fór Hildur að gráta því hún hélt að hún fengi afgangana J

Jón Tryggvason faðir Sjafnar sendi okkur þessa stöku:

Upp á Tinda tifa

Kátar konur og vaskir menn

Í þeirra hópi ég áður var

Húki nú sem hálfgert skar

Ég vona að tindinum nái fljótt

Þó það verði um miðja nótt.

Þökkum honum kærlega fyrir alltaf gaman að fá svona með í för J

Laugardagsmorguninn var notalegur í rigningunni. Allir rólegir nema Magnús og Sigurlaug sem fóru að skoða lömbin J

Fórum seinnipartinn þegar við héldum að myndi stytta upp (sem nú gerði annað slagið) í Skaftafell að skoða Svartafoss og fleiri fossa.061jög skemmtileg ganga. Þarna er mjög fallegt. Sóttum líka búnaðinn sem við þurftum að nota í aðalgönguna á sunnudeginum. Um kveldið fengum við kjúkling og pasta að borða. Og spiluðum UNO fram eftir kveldi en fórum frekar snemma í bólið því það var strembinn dagur framundan J  Vöknuðum við um 4 leitið og skelltum okkur í fötin og átum Hnúkamorgunmatinn ( nokkuð spes orkuríkur matur) og klukkan 04:55 vorum við mætt við Sandfell (maðurinn var búin að segja okkur hvernig við myndum finna staðinn með því að leita af eina trénu á svæðinu, nokkur spes ) . Við hittum Leiðsögumennina hana Helgu Maríu og Hjört og við hópinn okkar bættust  5 strákar og Hildur lét þá alveg í friði, hehe. Lögðum við svo loksins af sta í þessa ferð sem sum okkar vorum búin að undirbúa frá því í janúar og aðrir fyrir hálfum mánuði J 005

9 stykki með  sól í hjarta og léttskýjað. Gætarnir sögðu að þetta gæti ekki litið betur út miðað við spár. Og upp Sandfellið fórum við en rétt áður en við komum að brynningarstöðinni þá sprakk allt utan af Tryggva eða búnaðurinn en við hnýttum hann saman aftur hehe. Við fylltum á alla brúsa því nú skyldi passa upp á að þorna ekki.  Fljótlega eftir að við fórum inn á jökulinn eða í 1100 metra hæð þá var ákveðið að binda okkur saman og þá var spurningin hverja við hvern hehe. Nei nei við vorum á 2 línum og Maggi og Sigurlaug voru bundin með strákunum 5, voru þau fremst og Helga María passaði vel upp á þau. Hjörtur tók restina og var svoldinn tíma að raða okkur upp því við gátum ekki verið kjur en þetta hafðist nú fyrir rest J

Tryggvi fyrstur, bara út af því að Hjörtur þurfti að hafa einn traustann (sem kom sér vel þegar á reyndi) Síðan kom Hildur ( hún sagðist hafa haft lélegt útsýni en kvartaði svo yfir því að skjólveggurinn hennar væri of hreyfanlegur), þá kom Hörður (hann var bara ánægður með sitt), Sjöfn (fiðrildið sem  flögraði um allt sípissandi), Gulli ( hann átti svoldið erfitt með að fylgjast með fiðrildinu) , þá ég milli tveggja stoða og restina rak Þormar með yfirsýn yfir allt J. Við bættum á sólaráburðinn og lögðum svo af stað í seinni aflíðandi brekkuna hans Harðar J  Þegar við vorum búin að ganga í svona klukkutíma í aflíðandi brekku fór að hvessa og éljagangur hófst, við héldum á tímabili að þetta myndi stoppa en í staðin þá jókst það bara.  Var ástandið það slæmt á tímabili á sléttunni að gætarnir voru ekki alveg vissir um hvar við værum en klukkan 12:20 þá vorum við kominn að sjálfum Hnúknum í 1800 metra hæð. Þá settum við á okkur broddana og tókum af okkur bakpokana og skiptum úr stöfum í ísaxir JNú skildum við klífa sjálfan Hnúkinn í blindbil. Upp skildum við fara. Og við gengum og gengum, allt hvítt og blint, svo var allt stopp. Gætinn var að skoða eitthvað og hann datt svo bara niður að mitti eða tókst að stoppa sig af þá. Sprungan sem hann datt niður um var mjög djúp (hann sá ekki hvursu langt niður hún náði) voru fleiri sprungur þarna og mjög þunn skel á þeim og ákvað Gætinn okkar að snúa við og ekki gat hann farið fremst þannig að nú snerum við okkur í hálf hring og þá var Þormar skyndilega orðin fremstur og honum langaði ekkert að vera þarna lengur svo hann lagði af stað og eftir að hafa fengið góða hvatningu um hraðan frá Hildi þá gaf hann bara í og dró okkur niður á sléttuna aftur (ekki fékk Þormar að vera meira fremstur hmmmm fór hann of hratt hehe) en hann stjórnaði í raun hraðanum niður því eftir þetta þá nánast hlupum við niður að snjólínu eða 1100 metra hæð.008 Þá var línan tekin af okkur og þá flaug Fiðrildið niður og var komin um kl 1800. Maggi, Hörður, Sigurlaug og Gulli voru komin rúmlega hálf 7 og restina ráku Ég. Þormar, Hildur og Tryggvi uppdópuð af verkjatöflum og koníaki um kl.1900.  Öll slæm í vinstra hné og fædd 1966.

Við drifum okkur í heitapottinn á Svínafelli. Mikið var notalegt þegar í bústaðinn kom þá beið okkur bólgueiðandi nudd og læri með öllu tilheyrandi. Eftirrétturinn var mjög fjölbreyttur, Súkkulaði, , Eplasnafs, ostur og snakk J  Um kveldið hófust miklar og fjörugar umræður um ferðina og um níu leitið fannst henni Gunnlaugur og Hörður fara of snemma að sofa og vakti þá (munu þeir hefna sín síðar J) Fórum frekar snemma í háttinn eftir viðburðaríkan dag.

Vöknuðum spræk öll nema Sjöfn hún vaknaði um nóttin og fór á Hnappavelli að klifra, hún nefnilega fékk ekki nógu mikla útrás út úr Hnúknum.  Var spilað UNO, sjómannaróðurinn ákveðin. Maggi og Sigurlaug bökuðu fyrir okkur vöfflur með sultu og rjóma. Svo pökkuðum við niður.

Kíktum við í Þakgil í bakaleiðinni. Vááááá svakalega er fallegt þarna J 047057

Næsta stopp var á Hvolsvelli þá fengum við okkur pizzu á GallerýPizzu nammigott. Mikið hlegið eins og venjulega, Gulli fékk ekki einu sinni frið til að tala við mömmu sína og segja henni að  hann hafi rölt á Hnúkinn.

TAKK FRÁBÆRA FÓLK FYRIR FRÁBÆRA HELGI.

Sjáumst hress og kát um næstu helgi því það er alltaf nóg að gera hjá Sólófólki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Þetta hefur ekki verið neitt smá ferðalag Sjáumst hressar

Birna Dúadóttir, 3.6.2009 kl. 19:25

2 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Njóttu sumarsins Kristín þetta er einmitt tíminn í það sem og þú elskar góðar gönguferðir og skemmtilegur félagsskapur.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 4.6.2009 kl. 00:48

3 identicon

Hvernig er þetta með þig, ertu alveg steinsofnuð yfir þessu öllu saman. 

Ég er komin í sumarfrí loksins.  Bíð í grill við tækifæri. kveðja seylubúarnir

seylubúarnir (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband