27.5.2009 | 10:48
Litlu hlutirnir
Maður á það til að gleyma litlu hlutunum. Ég fór í "rólegan" göngutúr í morgun gerði allavega heiðarlega tilraun til þess Tókst reyndar ekki en það er aukaatriði. Ég reyndi. Var að labba með hundana og heyri skrýtið hljóð og viti menn á Skítalæknum var önd með 8 litla unga. (finnst þetta frekar snemmt) en vááá hvað þeir voru flottir. Veðrið var svo frábært og fullt af litlum og fallegum hlutum úti í náttúrunni sem maður tekur ekki alltaf eftir því maður er svo upptekin að öðru sem oft á tíðum skiptir litlu máli. Nú er alveg að koma að Hnúknum förum af stað á föstudag og reiknum með að fara á laugardeginum upp. Þetta verður sko ævintýri jeeeee hlakka ekkert smá til. Njótið dagsins. Er að fara að hitta vinkonur mínar í hádegismat á eftir bara gaman.
Athugasemdir
Þú ert langflottust
Birna Dúadóttir, 27.5.2009 kl. 13:05
Eigðu góðan og ljúfan dag elska ;)
Aprílrós, 28.5.2009 kl. 08:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.