22.5.2009 | 16:20
Gönguferð
Þessa dagana hefur verið einmuna blíða og hef ég verið nokkuð dugleg að fara með hundana í gönguferðir út í náttúruna Þriðjudag fór ég með þær í göngu að Búrfelsgjá og þótti þeim það ekki leiðinlegt. Í dag fór ég með þær aðeins lengra á stað sem nefnist Haukadalur að mig minnir ætlaði ég bara að sitja í sólinni og láta hundana hlaupa um í grasinu en fórum aðeins að skoða trén hehe. Við þvældumst um á milli trjánna og í öðrum gróðri í góðan klukkutíma. Ef Magga og Kiddi hefðu séð hundana sína breytast úr sætum snyrtilegum hundum í 2 litla mosa hnoðra hehe. Lét þær hlaupa svoldið í grasinu og veltast um til að losa sig við óhreinindin áður en ég hleypti þeim inn í bílinn.
Alltaf gaman að vera til . Núna er ég búin að fá vinnu í sumar hjá Ölgerðinni og byrja 2 júní og verð til loka ágúst. Mikið rosalega er ég fegin að vera að fara að vinna aftur. Það er ekkert skemmtilegt að vera atvinnulaus. Fólk var búið að segja að þetta myndi venjast en þetta er eitthvað sem mig langar ekkert að venjast. Þetta er frekar niðurdrepandi. En hef passað mig á því að vakna snemma og hreyfa mig mikið og það er það sem hjálpar mér mikið. Nú erum við rúmlega 20 manns að fara í Íslensku óperuna að horfa á Fúlar á móti og hlakka mér mikið til. Hafið góðar stundir þar til næst
Þegar einhver lætur út úr sér: þessi börn og bætir svo við einhverju neikvæðu, má búast við að sá hinn sami sé orðinn gamall. En þú kemur málunum á hreint með lagni.
Athugasemdir
já er þér sammála að það er að hafa ekki vinnu sé ekki gaman, en á sumrin vil ég helst bara vera í fríi , hef reyndar verið það sl 10 ár, ég er að vinna í skóla og hef verið í fríi frá miðjum júní til miðjan ágúst, og notið þess í ferðalög og útilegur. ;)
Aprílrós, 23.5.2009 kl. 18:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.