Fyrsta útilegan

Helgin var  frábær að venju. Nú var haldið myndakvöld vegna Hlátrabjargarklúbbsins. Og maður verður örmagna af hlátri í þessum félagsskap. Þarna komu frábærar myndir og svo er þetta svo skemmtilegur hópur að þetta er BARA gaman. Svo fékk ég far með Birnu til baka og þar segir Eyvi þennan svaka brandara að það lá við að Birna myndi keyra útaf því hún hló svo mikið eins og við öll gerðum. Takk fyrir mig skemmtilega fólk.

Svo á laugardeginum var farið í fyrstu útileguna. Fórum við upp í Laugarás og vorum þar í einmuna blíðu fram á seinni part sunnudags. Maggi minn sorry að ég leyfði þér ekki að taka hann út í þetta sinn Wink en ég kem aftur því við eigum eftir að takast á við körfuna eins og ég lofaði hehe. Anna María og Gulla komu í heimsókn og var þetta frábær stund. Hér koma dömurnar áður en þær fækkuðu fötum í blíðunni.007

NautNaut: Nautið þarf að hafa hærri tekjur, til þess að geta satt hungur sitt eftir munaði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Oh æðislegt, ég er einmitt að hugsa um að fara í Laugarás um helgina ef vel viðrar.

Aprílrós, 19.5.2009 kl. 13:08

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Þetta var nú bara ferlega skemmtilegt, allt kvöldið Mikið að ég hélt okkur á veginum alla leið

Birna Dúadóttir, 19.5.2009 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband