Esjan og Keilir

Við tókum góða göngu í gær. Fórum bæði á Esjuna og Keilir. Fyrst ætluðum við að fara tvær ferðir á Esjuna en það var svo hífandi rok og bylur (hefðum þurft að vera með broddana) og erfitt að fara frá læk og upp að steini. Vorum við að spá í að fara bara upp að læk næst en þá fréttist af Helgu og fleirum í Sóló sem væru að fara á Keilir og við brunuðum bara af stað og náðum þeim í fjallinu. Sólin skein á okkur og var aðeins minna rok við Keili. Þetta var frábær dagur. Fór svo í heita pottinn í Kópavogslaug á eftir til að skola rykið og mýkja vöðvana. Bara gaman. Takk fyrir skemmtilegan dag sólófélagar. Fyrst var það Esjan Wink001009

Svo Keilir. 013015Stjörnuspá

NautNaut: Þér mun farnast vel í viðræðum sem þú getur þurft að eiga við embættismenn og forstjóra fljótlega.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Vá dugnaðurinn í ykkur

Birna Dúadóttir, 11.5.2009 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband