7.5.2009 | 09:39
Miðvikudagsganga
Ætluðum við Sólófélagar að fara á Esjuna eins og við erum vön að gera á miðvikudögum en svo þegar við erum búin að koma okkur fyrir í tveim bílum þá lagði Kári til að við myndum breyta til og fara á Kerhólakamb sem var samþykkt ekkert leiðinlegt að breyta aðeins til. Þetta er töluvert erfiðara en Esjan en var bara gaman fórum upp að steini hehe. Má alltaf finna einhverja steina til að snúa við á. Göngutími var 2 og hálfur í allt. Alltaf gaman að fara með skemmtilegu fólki. Svo ætlum við að fara tvær ferðir á Esjunni á laugardag, vonandi verður veðrið okkur hliðholt. Nú fer nefnilega að styttast í ferðina á Hvannadalshnúk en það verður um hvítasunnuna. Hlakka bara til. Við erum 10 skráð á Hnúkinn en svo ætlar fleira fólk í ferðina þannig að þetta verður ævintýraferð
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.