Frábær helgi að baki og meiri flutningar

Ég fer að halda að það sé verið að seigja mér eitthvað sem ég get ómögulega fattað og þess vegna sé ég alltaf flytjandi hehe. En í dag fæ ég húsið sem ég ætla að vera í næstu 4-5 mánuði. Er reyndar búin að vera í mjög góðu yfirlæti á mjög góðum stað (liggur við að maður vilji bara vera þar áfram hehe). Takk fyrir mig þú ert Höfðingi heim að sækja Happy 

Síðasta helgi var alveg meiriháttar. Ekkert verið að slappa af frekar en fyrridaginn. Á föstudagskveldið var hattapartý í týndu Njarðvík og þetta var bara gaman. Þetta skemmtilega fólk sem ég er svo mikið að hitta núna þessa dagana lengir líf mitt um helming því það er sagt að hláturinn lengi lífið. Og hattarnir þeir voru nokkrir frekar skondnir. 0010863284_1123634285143_1055691286_30414172_4861688_s

Á laugardeginum á Anna María tengdadóttir afmæli og Við skruppum í kvöldmat þangað. Fengum flottar grísakótelettur mmmmmmm svaka gott. Anna Mín til hamingju með daginn og takk fyrir okkur. Gulla dúlla var skemmtikrafturinn og hún var yndisleg eins og venjulega. 001

 

Stjörnuspá

NautNaut: Það er allt í lagi að taka tilfinningarnar með í reikninginn en útkoman getur reynst afleit ef þær eru einar um hituna. Allt sem þú stingur upp á er gagnrýnt eða skotið í kaf.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Til hamingju með nýja heimilið. Held það sé ekki spurning um hver var með flottasta hattinn

Birna Dúadóttir, 5.5.2009 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband