29.4.2009 | 08:35
Flottasta stelpan í bænum
Já ég er að flytja eina ferðina enn maður þarf að finna upp á einhverju þegar maður er atvinnulaus. En skrítið hvað góðir hlutir eru að gerast í kringum mig þessa dagana. Ég og sonurinn höfðum ákveðið fyrir 3 mánuðum að segja íbúðinni upp sem við bjuggum í og leigja okkur stærri því Jói hefur sofið í stofunni. Íbúðin er bara um 60 fm. Svo leið tíminn og ég fékk uppsagnarbréfið en við ætluðum samt að stækka við okkur því það er mjög óþægilegt fyrir strákinn að sofa alltaf í stofunni Svo er apríl alveg að koma og ég er farin að líta í kringum mig með aðra íbúð og sá að þótt við myndum stækka við okkur þá myndum við samt borga minni leigu því leiguverð hafði lækkað töluvert. Ég hafði byrjað að borga 110.000,- kr. á mán. í leigu í október en leigan var vísitölutryggð þannig að ég var farin að greiða rúmar 118.000,- kr.. Gat ég fengið 100 fm íbúð á 107.000,- kr. en þá hefur vinafólk samband við mig og spyr um hvort ég sé til í að passa húsið þeirra í sumar og hundana þeirra tvo. Ég þurfi ekki að borga húsaleigu. Var ég fljót að samþykkja það. Vááá ég sem hafði verið farin að hafa áhyggjur um hvernig ég myndi fara að á atvinnuleysisbótum. Svona er heimurinn í dag fyrir mig allt virðist ganga upp og þakka ég því að nú er ég búin að taka til í pokanum mínum hef sleppt tökunum og náð æðruleysinu. Bara við þetta (sem er nú mjög mikil og sár sálarvinna) en er sko þess virði, hef ég séð hvursu marga og góða vini ég á og svo hlutirnir virðast ganga betur upp. Þetta vil ég þakka guði og SASA vinum mínum því án þeirra hefði ég aldrei getað komist svona langt. Áður var ég í 10 sæti og lét fólk troða svoldið á mér því sjálfsálitið var ekki mikið en núna er ég flottasta stelpan í bænum. Ég er svo stollt af sjálfri mér fyrir hvað ég stóð mig vel í viðtalinu á ÍNN. Þetta hefði ég aldrei samþykkt fyrir nokkrum mánuðum að fara í viðtal nei ég myndi sko klúðra því. Og svo er fleira frábært að gerast í mínu lífi sem ég segi ykkur síðar frá . Hafið góðan dag.
Athugasemdir
Ekki spurning,þú ert flottasta stelpan í bænum Takk fyrir síðast
Birna Dúadóttir, 3.5.2009 kl. 20:08
Vá til hamingju elska ;) Þetta er æðislegt ;) Ég er alltaf í sambandi við Guð og þakka honum á hverjum degi, legg allar mínar áhyggjur í hans hendur og hann leiðir mig á réttan veg.
Og uðvitað ertu flottust með mér ;) Við eru flottar konur á uppleið ;)
Aprílrós, 5.5.2009 kl. 00:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.