Viðtal á ÍNN

Alltaf er maður að prufa eitthvað nýtt Wink Nú fór ég í viðtal hjá ÍNN. Nú var Kolbrún Baldursdóttir að gera þætti um einelti og einangrun fullorðina. Voru við tvær í viðtali hjá henni ég sem var í  forsvari fyrir Sólóklúbbinn og svo Sigríður sem er í forsvari fyrir París. Þessir klúbbar eru fyrir fólk sem er ekki partur af pariSmile Þetta var mjög stressandi fyrst, sérstaklega eftir að Kolbrún sagði að þetta yrði ekkert klipt til svo ég stressaðist aðeins, en svo var þetta bara gaman. Þátturinn verður sýndur næsta mánudag kl. 21:30. Það verður gaman að horfa á sjálfan sig hehe. Hér er mynd af okkur sem var tekin eftir viðtalið. Hafið góðan dag. Sólo París NaerveruSalar46

Stjörnuspá

NautNaut: Áttu við vandamál að stríða? Reyndu að nálgast það líkamlega í stað andlega. Njóttu góðra stunda með öðrum og þiggðu öll boð sem þér berast. Taktu til þinna ráða.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekkert annað bara komin á skjáinn. Maður verður nú bara að setja sig í stellingar á mánudaginn.

Annars er allt gott að frétta frá okkur. Allir hressir og kátir. Annars til hamingju með afmælið þitt í dag,

var nærri búin að gleyma því. Faðmlög og kossar til þín.

                                         Með kveðju úr Seylunni.

seylubúarnir (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband