20.4.2009 | 15:12
Ölfusborgin á laugardegi og sunnudagsmorgni
Kl.11:00 var ég sótt af Hafdísi og var þá orðin fullur bíll af gellum og tókum við stefnuna austur fyrir fjall nánar tiltekið Ölfusborgir en þar beið okkur Helga og Kolbrún. Helga var búin að elda handa okkur grænmetissúpu sem var æðislega góð. Takk Helga þú ert æði Svo fórum við í Álnavörubúðina í Hveragerði og versluðum smá klæðnað sem við ætlum að nota á næsta Sundmóti sem verður í júní. Við þurftum nú að máta þetta og vöktum við mikla lukku hvar sem við fórum því við vorum frekar skrautlegar Við skruppum líka í Sveitabúðina Sóley og þar var sko flottar móttökur. Herramaðurinn á bænum færði okkur hvítvín og konfekt og sýndi okkur staðinn sem er mjög flottur. Gott að koma í súpu þarna og slappa aðeins af eða syngja og tralla eins og gellunum þykir svooooo gaman Komum við aðeins við á einum stað á Selfossi til að syngja afmælissöng með Hildi en frændi hennar átti afmæli. Hjalti Geir til hamingju með afmælið á laugardaginn. Þegar við komum aftur í Ölfusborgir fórum við í pottinn á meðan steikin kokkaðist í ofninum. Um kveldið sungum við í singstar og fórum í fleiri leiki. Þetta var bara gaman eins og allt sem við Gellurnar gerum. Stelpur takk fyrir mig þið eruð frábærar
Athugasemdir
Oh nice hjá þér og ykkur ;)
Aprílrós, 20.4.2009 kl. 16:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.