ÆÐISLEGIR PÁSKAR

Gleðilega páska öll sömun. Ég er búin að eiga yndislegan tíma um páskana. Var með frábæru fólki. Ögraði sjálfri mér á mjög góðan máta og vann stór sigur.

Eins og ég sagði á laugardag þá var ég á leið í Tröppukapphlaup en Dúddinn hann Maggi mætti ekki (bara í brunsið og færði mér eðal páskaegg fyrir minn dugnað) en ég fór nú samt 2 ferðir ásamt Sissu og syni hennar honum Kristjáni og fékk hann Páskaeggið sem ég hafði keypt handa Magga Tounge 010Svo var farið í Bruns og vá maður þetta var rosalega flott allt saman og var maður svoldinn tíma að  jafna sig eftir þetta 2ja tíma át á svakalegum kræsingum. Og Sólófélagar þið eruð æðisleg þetta var meiriháttar.  Síðan brunaði ég á leikinn í Grindavík í körfu móti KR og töpuðu mínir menn (Grindavík) og svo töpuðu þeir aftur í gær svo við urðum ekki íslandsmeistarar en svona er lífið. þeir voru bara ekki nógu góðir.  Um kvöldið var ég í grillveislu og fékk þar sérstakar lærisneiðar og eðal Grísalund með flottu meðlæti W00t.

 Á páskadag opnaði ég svo eggið sem Maggi gaf mér og málshátturinn hljóðaði svona "Allir fuglar úr eggi skríða" svo hafði ég keypt mér egg ( er nú ekki vön að fá páskaegg) og málshátturinn þar er "Fleira þarf í dansinn en fagra skóna"  Mikið var verið úti um helgina. Skrapp á Ægissand og þar er bara fallegt 010007og gaman að vera og krakkarnir þeir voru að leika sér í flæðarmálinu og búa til litla kastala í sandinum. Fórum í Læri til góðra vina og Takk fyrir skemmtilegt kvöld.

  Á mánudeginum fór ég í auglýsta göngu í kringum Bláa-Lónið ásamt 175 öðrum en við vorum 4 Sólófélgar sem héldum hópinn og þessi litli hópur er svo skemmtilegur að ég held að aðrir göngugarpar hafi haldið að við værum ekki alveg í lagi á tímabili hehe.015 En Sólófélgar takk fyrir mig. Þið eruð æðisleg.

NAUT 20. apríl - 20. maí
Nú virðist vera rétta tækifærið fyrir þig að koma málum þínum áfram. En vinur er sá sem til vamms segir, láttu það duga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Aldeilis nóg að gera ;)

Aprílrós, 15.4.2009 kl. 00:21

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Þakka þér fyrir síðast.Lærið var bara ansi gott

Birna Dúadóttir, 15.4.2009 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband