10.4.2009 | 20:37
Föstudagurinn laaaaaangi
Jæja nú var skroppið á Akranes og ætluðum við á Akrafjall en ferðin breyttist aðeins vegna veðurs.
Byrjuðum við að ganga við Vatnsból Skagamanna en þá var einn bíllinn með þremur meðlimum búin að fara hringinn í kringum Akrafjallið en það var vegna smá misskilningi í leiðbeiningum (Skil ekkert í þessu ég sem er svo góð að segja til en ég var saklaus í þetta skiptið hehe). Við gengum upp með Berjadalsánni að sunnanverðu (Gíslagata?) í skafbyl og roki, og fórum síðan yfir ánna er upp kom. Siggi Snæ ruddi grjóti í fljótið eins og hver önnur jarðýta, þannig að allir (eða var það ekki Hörður?) komust þurrum fótum yfir. Þaðan var haldið upp hlíðina í átt að Geirmundi. Þarna skiptist hópurinn. Þeir galvösku fóru upp allaleið en við hin ákváðum að koma síðar þegar ekki væri svona mikið rok (við nánast fukum). Þetta var sólbjartur dagur en frekar hvass þarna á Akranesi. Við fórum svo til Lindu og fengum þvílíkar hnallþórur að maður hefur ekki séð annað eins. Takk fyrir mig krakkar frábær dagur og Linda þú ert höfðingi heim að sækja.
Svo þegar heim var komið þá var skolað af sér ferðarikið og fengin sér smá kría. Verst að hafa ekki einhvern til að kúra hjá á svona stundum En eftir kríuna þá fór ég að elda eðalmáltíð fyrir drengina mína tvo. Jói skaffaði eðal rauðvín frá Mister Knút Gunnþór er munaðarlaus þessa dagana því Anna María skrapp austur á Fáskrúðsfjörð og þá flutti hann til mömmu. Henni þykir ekkert leiðinlegt að hafa hann. Skemmtilegur strákur. Njótið þess að vera til ég er að því.
Athugasemdir
En hvað með króka hinn græna var ekki hægt að kúra hjá honum
Annars gleðilega páska kristín mín með kveðju úr Seylunni.
seylubúarnir (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 21:15
Jú Gunnar alveg rétt hjá þér Búin að laga. Hafðu góðan dag.
Seylubúar. Jú króki er fastur hjá mér á hverri nóttu. Lét mig bara dreyma um annað
Kristín Jóhannesdóttir, 11.4.2009 kl. 09:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.