8.4.2009 | 09:00
Rennibraut, páskaegg og málshættir
Jæja þá eru morgunverkin búin. Fór í Kópavogslaug í morgun og við fórum í rennibrautina kl. 06:45. Keli sýndi sína frábæru takta og flaut yfir að stiga Eysteinn þú misstir að miklu stuði í dag. Eftir sturtu opnuðum við nokkur páskaegg og gæddum okkur á eðal súkkulaði og lásum málshætti. Margir skemmtilegir komu en engir fáránlegur eins og gerir oft. Ætla ég að koma með nokkra hér. Oft er misjafn sauður í mörgu fé Fleira þarf í dansinn en fagra skóna. Auman er fljótt að fyrta. Einhverjir vildu meina á ég hafi átt að fá þennan. Ef þú ætlar upp á efsta þrepið, byrjaður þá í neðstu tröppunni, Vík skyldi milli vina, fjörður milli frænda, Náið er nef augum, Einhvern tíma brennir sá sig sem öll soð vill smakka. Betra er að spyrja tvisvar en villast einu sinni. Svo fórum við að spjalla og fórum svona að segja skondnar sögur af vandræðalegum uppá komum. Þá kom þessi. Betra er autt rúm en illa skipað Keli gleymdi tímanum því það var svo gaman og fór ekki fyrr en kl. 07:35. Vill ég þakka fyrir frábæran morgun í Kópavogslauginni. Og gleðilega páska.
Stjörnuspá.
Naut: Settu þér ný markmið. Reynsla annarra getur veitt þér nýja innsýn í hlutina.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.