6.4.2009 | 10:03
Ný vika :)
Þótt ég sé ekki að vinna þá er svakalega mikið um að vera hjá mér Ég vakna snemma á hverjum morgni og fer í ræktina eða bara út að hlaupa eða labba. Helgin var alveg meiriháttar hjá mér. Var með Önnu Maríu og Gullu litlu hjá mér á föstudagskveldið og litla dúllan var eitthvað kvalin um nóttina og grét frá hálf 1 til 4 þá loksins sofnaði hún aftur. Ég var búin að gleyma hvernig er að vera með lítið barn sem grét og maður bara veit ekki afhverju.
Á laugardeginum fór ég í göngu upp í Heiðmörk, fórum frá þar sem grillið er og löbbuðum upp í Búrfellsgjá. Gott verður, kom bara einn smá skúr en annars skein sólin á okkur. Fórum í heita pottinn í Kópavogslaug á eftir. Síðan sótti Anna María mig (og það tók nú tíman að finna mig ) ég nefnilega sagði henni vitlaust til þannig að húna villtist og ætlaði að hringja í mig en þá dó síminn hjá henni en hún fann þetta fyrir rest og við fórum í Smárann og keyptum skó á mig og Gullu. Við vorum mjög lukkulegar með skóna okkar Síðan fór ég heim og gerði mig klára fyrir Hollyballið en heimsótti Helgu Guðmunds fyrst og borðuðum við fyrst saman humar, grænmeti í ostarjómasósu mmmmmmmmm þetta var tær snilld. Helga takk fyrir mig. Svo fórum við á ballið og það var tær snilld. Við dönsuðum megnið af tímanum en þess á milli vorum við með hinum Sólófélögunum. Maður var með frekar aumar tær (eftir nýju skóna (smá hæll á þeim )) Ballið bara skemmtilegt.
Sunnudagurinn var ekki einu sinni þynnkudagur (hafði nú ekki gefið mér tíma til að drekka) Fór í fermingarveislu hjá Hildi Rún, hún er dóttir Sigrúnar og Róberts (Sigrún er dóttir Siggu systir mömmu) Fékk far með Ólöfu og mömmu. Hittum þar fullt af skemmtilegum ættingjum. Mjög gott að borða . En svo þegar líða tók á daginn eða um 6-7 þá var ég farin að vera frekar þreytt þannig að ég ákvað að fara snemma að sofa sem ég og gerði (fyrir 10)því það var rosaleg æfing í morgun. Fórum í Turninn í Kópavogi og hlupum tröppurnar þar. Fórum 5 ferðir og þegar ég ætlaði að fara þá uppgötvaði ég að ég hafði gleymt jakkanum mínum á 10 hæð var á 15 þannig að ég þurfti að fara niður um 5 hæðir og sækja hann fór svo í heitapottinn í Kópavogslaug og lét þreytuna líða úr líkamanum og nú er ég fersk og hress. Páskarnir að koma og vorið að koma. Hvernig getur þetta verið betra. Njótið lífsins og hafið góðan dag
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.