31.3.2009 | 19:38
Atvinnulaus
Jæja Þá er komið að því. Nú er ég orðin atvinnulaus. En ég ætla mér ekki að vera það lengi. Ef ekkert er að fá í mínum geira þá prufa ég bara næsta hehe. Ætla að vakna á hverjum morgni og brosa framan í heimin því annað er ekki gott. Þegar ég var á leiðinni heim í dag þá helltist yfir mig sorg yfir þessu ástandi því ég hef ekki lent í því að vera sagt upp störfum og ekki fá aðra strax aftur. Ég man meira að segja þegar ég flutti suður að ég var komin með vinnu áður en ég var búin með fríið mitt
Stjörnuspá

Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.