22.3.2009 | 10:20
Hugleiðingar á Sunnudagsmorgun
Stundum held ég að ég hugsi of mikið. Velti mér um of upp úr hlutunum. Þetta er eitthvað sem ég þarf að laga. Núna þessa dagana hef ég verið að velta fyrir mér hver hefur áhuga á hverjum hehe. Hlutirnir fljótir að gerast og líka fljótir að hverfa aftur. Hvenær veit maður að einhver hefur áhuga á manni eða ekki. Stundum verður maður of ákafur og rekur fólk í burtu og stundum prufar maður að gera ekki neitt og þá gerist akkúrat ekki neitt. En nóg um svona pælingar.
Í gær eftir gönguna fór ég að spekúlera í að gera eitthvað skemmtilegt. hmmmm og þá mundi ég eftir því að ég átti gjafabréf í Borgarleikhúsinu sem Glitnir gaf mér vegna mistaka hjá þeim um áramótin 2007-2008 Ég hafði eitt heilum degi í að reyna að stemma þá af því það hvarflaði ekki að neinum að þeir væru að sína vitlausa stöðu en svo kom það í ljós að Glitnir sýndi ranga stöðu. hehe Og ég sagði svona við þjónustufulltrúan minn þar og hver borgar. Bankastjórinn kom sjálfur með miðana handa mér og afsökunarbeiðni En svo gerði ég ekkert með miðana. Ég hringdi í Borgarleikhúsið í gær og spurði hvort miðarnir væru enn í gildi sem var og þá spyr ég í rælni hvort það sé laust sæti á Fló á skinni og hún átti eitt sæti á bekk nr. 2 og ég skellti mér bara ein í leikhús. Þetta var mjög svo skemmtilegt. Sýningin mjög fyndin. Nú og hvað á ég sjá næst. Ég á einn miða eftir. Maður þarf að gera meira svona. Síðan skrapp ég á Kaffi París og hitti Sólófélagana og það var mjög gaman. Skemmti mér mjög vel, fórum á Players á eftir. Þar var fullt af fólki sem ég þekkti. Bara gaman. Takk fyrir skemmtilegt kvöld góða fólk. Á eftir fer ég í sunnudagsgönguna og heitapottinn, þetta er orðið að föstum vana hjá mér að fara alltaf í klukkutíma göngu um hádegisbilið á sunnudögum. Hafið góðan dag, ég ætla svo sannarlega að gera það.
Stjörnuspá

Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.