21.3.2009 | 13:41
Oddafellið gengið
Skrapp á Oddafellið í morgun með ágætum félögum úr Sóló. Við vorum 7 og fórum á tveimur bílum. Mín þóttist nú rata þetta búin að fara þessa leið nokkuð oft á síðasta sumri en viti menn ég vissi bara ekki baun. Lét þá fyrst beygja inn á vitlausa afrein (þar var bara hægt að drekka nesti og ætluðum við sko ekki að gera það þarna þannig að við snerum við og héldum áfram að næsta afleggjara og það reyndist sá rétti. Hjúkkit mar þá hélt ég að ég væri sloppin en nei því það var hægt að beygja á fleiri stöðum og ég náttúrulega lét þá beygja vitlaust hehe. En svo komumst við á rétta leið og gengum á Oddafellið sem er um 3 km. langt og lölluðum í hrauninu og skoðuðum Einihver (þar er kominn hiti í núna var ekki í fyrra) Fengum okkur nesti og hvíldum okkur aðeins áður en það var lagt af stað til baka. Veðrið var frábært sól hérumbil allan tímann nema 3 mínútur sem kom regn og hagl annars meiriháttar. Krakkar takk kærlega fyrir mig þið eruð frábær.
Naut: Þú hefur með ákveðni og þolinmæði náð þeim áfanga sem þú hefur lengi stefnt að. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
Athugasemdir
Oh hvað þú ert dugleg. Ég sé að það er mikið að ske í Sóló ;)
Aprílrós, 21.3.2009 kl. 14:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.