Rennibrautin

Það er orðið fastur liður í tilverunni hjá mér að fara í rennibrautina í Kópavogslaug kl. 06:45 á föstudagsmorgnum. Þetta er bara gaman nema í morgun þá svindlaði Keli hann renndi sér ekki og ég saknaði gólsins hans og skvettunnar því það verður að viðurkennast að hann á metið í stærstu skvettunni. hehe. Það var síðasti tíminn í Salsa í gær og fórum við á eftir á Kaffi Milano og fengum okkur heitt súkkulaði með mikkklllum rjóma. Mikið spjallað og verið að spekúlera í næsta námskeiði sem að öllum líkindum verður samkvæmisdansar og þá vantar mér dansfélaga en ég hef fram á haust til að leita af honum hehe. SalsaKrakkar takk fyrir mig þið eruð frábær. Jæja best að fara að vinna. Errm Hafið góðan dag.

Stjörnuspá

NautNaut: Það er ágætt að staldra við, líta yfir sviðið og reyna að gera sér grein fyrir því, hvort málin þokast áfram eða ekki. Hlustaðu eftir þeim góðu hugmyndum sem eru á sveimi í kring um þig.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Þú segir nokkuð.

þetta með dansinn ég hef alltaf haft gaman af að dansa,og langað að læra alvöru samkvæmisdans síðan ég var ungur maður og eins og margt annað aldrei látið slag standa.

Kristín ef þú verður ekki búin að finna þér dansfélaga fyrir haustið, máttu hafa samband.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 20.3.2009 kl. 08:35

2 identicon

Takk sömuleiðis fyrir veturinn :)

hva dansherrarnir virðast bara bíða eftir að þú sért tilbúin að dansa við þá  ;-)

Jói Egils (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 18:25

3 Smámynd: Aprílrós

Góða helgi Kristín mín ;)

Aprílrós, 20.3.2009 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband