18.3.2009 | 17:41
Atvinnulaus
Jæja þá er komið að því. Ég fékk að vita það í dag að þann 1 apríl 2009 þá verð ég atvinnulaus. Var reyndar að vona að ég fengi einn mánuð í viðbót en svona er lífið. Nú þarf maður bara að spýta í lófana og sækja um allsstaðar hehe. Ég hef aldrei orðið atvinnulaus og reikna nú ekki með að vera það lengi. Ég gæti nú kannski klifrað á nokkur fjöll svona í vorblíðunni á meðan enga vinnu er að fá. Eitt er víst að ekki leggst maður í volæði því það er ekki til í orðabókinni minni. Þetta sló mig aðeins þegar ég fékk svarið váááaa maður þetta er að gerast en svo hugsaði ég. Þetta er verkefni sem þarf að vinna. Ég ætla að fara á Esjuna í þokunni en það er 8 stiga hiti úti þannig að kalt verður manni ekki. Njótið stundarinnar því það ætla ég að gera.
Naut: Þú finnur að ábyrgðin er aftur að færast á þig. Þú ert að sjálfsögðu til í að fórna góðum orðstír ef viðfangsefnið er áhugavert og ábatasamt.
Athugasemdir
Kristín leitt að heyra með vinnuna,en eins og þú segir sjálf þá er bara að flétta blöðum og sækja um á nýjum vinnustað.Ég er sjálfur staddur í atvinnuleysi þessa daga og næstamánuð líka,en sem betur fer er ég kominn með starf sem fer af stað strax í mai.
Fyrir vikið verður lítið um sumarfrí hjá mér,svo það hjálpar helling hjá mér að hugsa dæmið núna sem góða daga til uppbyggingar á líkama og sál.Sumarið mun ég þurfa að vinna alladaga sem mögulegir verða og flesta langa líka.Gefðu þér bara tíma í rólegheitum og sæktu helst um störf sem þú vilt vinna, og heldur að gefi þér eitthvað.Það er alveg óþarfi að berja sig eitthvað um að koma sér strax í vinnu,og enda svo hundfúl yfir að vinnan manns sé ekkert góð á líðan sína og velferð.
Svo er bara að muna gamlan kínverskan málhátt sem segir,þú verður ekki rík(ur)af háum tekjum heldur lágum útgjöldum.Oft er það bara svo að eftir því sem ég þéna betur,því verr fer ég með peninga mína.
Bestu kveðjur Úlli.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 19.3.2009 kl. 01:29
uss þú verður komin með eitthvað áður en þú veist af .. gangi þér vel
Margrét M, 19.3.2009 kl. 07:54
Takk fyrir góðar kveðjur. Já maður á að vanda valið. Mun flytja í aðra íbúð um mán.mót apríl - maí sem kemur betur út fyrir mig og soninn. Svo er það alveg satt hjá þér með peningana (ég hef nú aldrei átt mikið af þeim ) en ekki hefur mér liðið neitt ver fyrir það. Lifið heil
Kristín Jóhannesdóttir, 19.3.2009 kl. 08:08
Elsku Kristín. Mér finnst það verulega leitt að þú er að missa vinnuna, það verð ég að segja. Esjuganga er mjög góð til að takast á við þetta. Þegar á toppinn er komið þá líður manni eins og maður geti staðið allt. Ég vona svo sannalega að þú finnir fljótlega starf aftur. Hef í raun ekki neinar áhyggjur af því. Hef þig í huga ef eitthvað kemur upp í hendurnar á mér. kveðja Tóta
Þórunn A (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 15:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.