Áframhaldandi óveður

Á laugardeginum þá ákvað tengdadóttir mín að koma í mat með Gullu litlu sem hún og gerði. Drengirnir vöknuðu um 2 leitið (svaka svefnpurkur) og ég henti þeim út að leika hehehe.  Fékk nú skemmtilega heimsókn og bauð upp á kaffi og hnetur LoL Þarf að fara að baka kleinur í frystinn (geri það um leið og ég er búin að kaupa mér frystikistu) Svo eldaði ég kjúklingarétt sem var mjög góður að allt kláraðist (eins og venjulega þegar synir mínir borða hjá mér ) Átvögl hehe. En svo þegar Anna María ætlaði að fara að leggja af stað  um 9 leitið var komið hávaðarok ( 30 metrar á Sandskeiði) Þannig að það var fengið að láni ferðarúm og þessa nótt sváfu enn fleiri í litlu sætu íbúðinni minni. Mikið hlakka ég til þegar við flytjum í stærri. En þröngt mega sáttir sitja. Það fór ekkert illa um okkur. Gulla var að dunda sér allan sunnudagsmorguninn svo við Anna sátum og spiluðum Ótukt og hún vann 3-2 Woundering Set inn mynd að feðginunum. 006

Mér líður annars bara ágætlega. Sjálfsvinnan er að skila miklu. Er miklu ánægðari með sjálfa mig. Er að slappa af og skipuleggja mig betur þannig að ég verði ekki of þreytt. Svo er eitthvað lítið um gulrætur þessa dagana er að spara, þori ekki að borða of mikið af þeim Cool. Jæja nú ætla ég að hætta þessu bulli. Hafið það gott þar til næst.

Stjörnuspá

NautNaut: Einhver sem elskar þig er hræddur um að ef þú lifir eigin lífi, muntu ekki þarfnast hans lengur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Gaman og yndislegar samveru stundir og um að gera njóta þess.

Falleg mæðgin.

Þú ert svo dugleg ;)

Aprílrós, 17.3.2009 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband