Pabbi kominn heim

Alltaf gaman þegar vel gengur. Pabbi er kominn heim og er allur að braggast. Nú kemur ákveðinn biðtími til að láta sárin gróa áður en farið er í endurhæfingu. Svoldið erfitt fyrir mann sem aldrei hefur verið kjur að þurfa að liggja og bíða eftir þessu. En góðir hlutir  gerast hægt. Gangi þér vel elsku pabbi minn. Búin að átta mig á því að við öll þessi veikindi pabba þá er ég óttaleg pabbastelpa InLove Ætlaði nú að skreppa í Grindavíkina í dag en veðrið er ekkert spennandi þannig að ég geymi það aðeins.

Eins og margir vita þá bý ég í 60 fermetra íbúð og yngri sonur minn hefur nánast búið í stofunni frá því ég flutti inn og höfum við tekið þá ákvörðun að leigja saman stærri íbúð svo það fari betur um okkur. Líka þá kemur Gulla litla stundum í heimsókn og gistir hjá ömmu sinni og það verður að vera smá pláss fyrir dúlluna Tounge Núna var svo vont veður í gær og Gunnþór sem er að keyra leigubíl hér á höfuðborgarsvæðinu um helgar varð veðurtepptur og eru þeir sem sagt bræðurnir báðir sofandi í stofunni minni. Ekki leiðinleg tilfinning að hafa strákana sína hjá sér þótt fullorðnir séu InLove 

Síðasta vika var frekar annasöm eins og margar mínar vikur en er farin að passa mig á að það er lágmark 2 kvöld í viku sem ég slappa af (enda gengur mér vel að prjóna lopapeysuna mína), á miðvikudagskveldið fór ég á Bítlasöngleik sem Fjölbrautarskólinn í Ármúla setti upp. Rosalega var þetta skemmtilegt en vinkona mín hún Kristín Benediktsdóttir átti stóran þátt í uppsetningu, skipulagningu og hún lék líka í söngleiknum. Svakalega voru margir góðir söngvarar þarna vááá maður tekur sko ofan hattinn fyrir þeim. Til hamingju krakkar þið eruð frábær.

Svo er ekkert útiveður þessa helgina Angry Spurning hvað maður gerir í staðin. Eigið góðan dag.

NautNaut: Eitthvert óvænt happ rekur á fjörur þínar og þú skalt ekki hika við að taka við því og njóta þess góða sem það færir þér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Góða helgi elskuleg ;)

Aprílrós, 15.3.2009 kl. 01:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband