9.3.2009 | 17:27
Hæ Hæ aftur
Ég gerði mér lítið fyrir á þriðjudag að næla mér í leiðinda flensu. Sonur minn reyndar elti mig á miðvikudag og hann var svo pen að hann tók bara einn dag en ég var með í maganum alveg fram á sunnudag. Gat reyndar borðað vel á laugardeginum og um kveldið. Núna er ég eins og nýsleginn túskildingur hehe. Svo er námskeiðið búið þannig að nú get ég farið að fara á fjöll aftur og er þessa dagana að skipuleggja næstu daga með hreyfingu jíbíííbííí. Pabbi hefur það ágætt miðað við aðstæður, fékk reyndar aðeins ofaní lungun og það er svo erfitt með þennan rosalega skurð að hósta upp. Það stendur til að senda hann heim á miðvikudaginn. Allt að koma.
Helgin hjá mér var mjööööggggg skemmtileg. Var með Gullu litlu á föstudagskveld fram á miðjan laugardag og við brölluðum ýmislegt Svo fór ég út að borða á laugardagskveldið mmmmm æðislegt Takk fyrir mig. Fór svo í góðan göngutúr í gær í Heiðmörkina Það er svo mikið af góðu og skemmtilegur fólki í kringum mig að lífið er bara frábært. Njótið þess að vera til ég er að því. Bara þurfti að sleppa tökunum, slappa svoldið af og akadadabra .
Naut: Reyndu að vera opinn fyrir nýjum aðferðum og nýrri tækni í vinnunni. Vertu vakandi fyrir möguleikum í dag, því að þér gætu áskotnast peningar.
Athugasemdir
Dúllurúsína ;) Gott að heilsan sé orðin góð. ;)
Um að gera njóta lífsins ;)
Aprílrós, 12.3.2009 kl. 11:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.