1.3.2009 | 18:08
Frábær helgi
Þetta er búið að vera frábær helgi búin að hlæja svo mikið að ég held að ég sé með harðsperrur. En Anna María, Gunnþór og Gulla komu í heimsókn á föstudagskveld og við byrjuðum ásamt Jóa Munda að heimsækja pabba og leifa honum að hitta Gullu barnabarnabarn. Það er frekar langt síðan hann hefur hitt hana. Síðan fórum við á Nings og fengum okkur að borða. Gunnþór fór svo að keyra leigubíl en við hin fórum heim og gerðum klárt fyrir spilamennsku. Við spiluðum manna og það var bara gaman. Fengum okkur Blush sem ég átti í ísskápnum sem er ekki frásögu færandi nema þegar við fórum að skoða flöskuna þá kemur í ljós að hún var best before 0608 hehe. Enda vorum við farin að finna á okkur fljótlega.
Laugardagur: þá fór ég til Keflavíkur að láta gera mig fína og hitta skemmtilegt fólk og notaði tækifærið að æfa mig á brautinni því ég ætlaði að vera með söng atriði á árshátíðinni sem tókst mjög vel. Dagurinn var í allastaði frábær og ekki var kvöldið verra. Maturinn var frábær, fólkið meiriháttar og þetta var í alla staði meiri háttar. Og ekki var verra að finna gulrót . Fór svo í göngutúr og heitapottinn og á kaffihús í dag. Ætla svo að byrja að prjóna á eftir. Mér líður rosalega vel. Pabbi verður skorinn á morgun og ég veit að þetta fer allt vel. Njótið stundarinnar
Stjörnuspá

Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.