22.2.2009 | 09:36
Þorbjörn og pabbi
Ætlaði að skreppa á Þorbjörn í gær með Ólöfu Þóru systur en þegar þangað var komið var farið að hvessa þannig að við ákváðum að fara bara í kringum það. Það komu skemmtilegar vindhviður og dóttir Ólafar hún Jódís var næstum fokin nokkrum sinnum. Vindbarðar fórum við í heita pottinn í Sundlaug Grindavíkur og var þar frekar kalt því það var mikið rok en pottarnir yljuðu okkur Fórum svo heim til Ólafar og Jódís bakaði handa okkur dýrindis pizzusnúða, namminamm Takk fyrir mig Jódís. (ætla ekkert að segja frá hinum snúðunum
) Spiluðum við Ólöf ótukt sem ég vann og síðan var farið að púsla og festumst við algjörlega í púslinu fram yfir kvöldmat. Skemmtilegur dagur takk fyrir mig.
Pabbi minn var lagður inn á spítala síðastliðinn miðvikudag og settur í hjartaþræðingu strax á fimmtudagsmorgun og þar kemur í ljós að það þarf að skipta um æðar strax ein alveg lokuð og tvær illa farnar. Hann verður skorinn 2 mars næstkomandi. Maður er búin að vera í sjokki í nokkra daga yfir þessu því pabbi hefur alltaf verið svoddan íþróttaálfur alltaf að þjálfa sig og aðra, aldrei reykt en þetta er ættgengur andskoti. Hreinn bróðir pabba dó 50 ára og Óli bróðir hans er búin að ganga í gegnum þetta. En þetta er bara verkefni sem þarf að leysa. Hann verður orðinn góður fyrir hreindýratímabilið í haust.

Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.