Búrhvalur og Djúpivogur

Ég fór á Djúpavog á föstudag í grenjandi rigningu en ég lét það nú ekki aftra mér að heimsækja sandana. Fór bara í pollagalla og arkaði af stað. Það er viss heilun fyrir mig að fara á sandana þeir hafa einhvern mátt yfir mér sem hreinsar allt. Þótt það væri lemjandi rigning og rok þá endurnærðist ég og fór svo í heitapottana á eftir. Um hálf 7 hitti ég svo Stjána, Önnu Sigrúnu og Dúnu ( maður þekkir hana varla aftur hún er búin að missa 26 kíló) á hótel Framtíð og fengum við okkur að borða. Fékk mér steikt kolaflök með grænmeti (svakalega gott) Takk fyrir mig J Svo fórum við Stjáni á Félagsvist í Löngubúð og var það virkilega gaman. Gaman að hitta allt þetta fólk sem tekur alltaf svo vel á móti mér  og segja að ég sé orðin ein af þeim og alltaf velkomin heim J IMG_0023IMG_0027

Á laugardeginum fórum við að skoða Búrhval sem hafði rekið á Lónsfjörur rétt hjá Hvalsnesi. Er hann um 20 metra langur svaka flykki. Var svo annar minni en það er lengra síðan hann rak á land, eins var með kjálkann sem ég settist á. Fórum við á 5 bílum og var þetta mjög gaman.  Set inn nokkrar myndir. IMG_0046IMG_0054IMG_0067

Naut: Það er auðveldara en þig grunar að sleppa sér lausum í kaupum á yfirdrifnum munaðarvarningi. Efastu ekki um hæfileika þína. Gakktu því ótrauður til verks.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott hjá þér að fara burtu í nokkra daga og endurnýja batteríin. góðar myndir,það hefur ekki verið mikill snjór þarna fyrir austan. Við verðum svo áfram í sambandi. Kveðja úr seylunni.

seylubúarnir (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 08:31

2 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Takk fyrir það  Ég þarf að fara að kíkja á ykkur í Seyluna.

Kristín Jóhannesdóttir, 18.2.2009 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband