Heimsókn hjá Ömmu Grænu

Ég skrapp í burtu í nokkra daga J Fór til ömmu minnar í Grænahrauni. (hún er ekki  skyld mér en hún er bestasta amma sem ég hef átt J ) Ég á við það vandamál að stríða að geta ekki slappað af og tók amma það verkefni að sér að láta mig ekki gera neitt. Ég mátti varla vaska upp eftir matinn. Kom í ljós að ég var mjög þreytt. Svaf mikið en svakalega er gott að vera hjá henni. Ég er búin að vera í mikilli sjálfsvinnu og var nú komið að því að fyrirgefa sjálfri mér. Skrifað ég mér bréf og ætla ég að lesa það yfir daglega í einhvern tíma til að þetta komist inn í kollinn á mér. Ég nefnilega á það til að vera sjálfri mér verst, læt alla ganga fyrir áður en kemur að mér. Nú þarf ég að breyta því, því JÚ ég skipti máli J Nú þarf ég að skipuleggja aðeins minni hreyfingu og meiri afslöppun. Ætla ég mér að fara að prjóna aftur og mun ég prjóna lopapeysu á gelluna sjálfa (MIG).  Með hjálp góðra vina hef ég komist hingað og líka með hjálp www.sasa.is  þessi samtök eru að bjarga mér. Amma takk fyrir mig. 2009-02-15 2009-02-15 001 001


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband