7.2.2009 | 12:36
Hreyfingarlaus dagur
Vaknaði fyrir 7 til að ýta við Jóa Munda því hann er að taka sveinsprófið núna. Gangi honum vel. Síðan kúrði ég smá áfram alveg til 9 þá fór ég framúr og bjó til eðal morgunmat, Amerískar pönnukökur með smjöri og sýrópi namminamminamm. Þær runnu ljúft niður með kókoskaffi. Alltaf gaman að dúllast aðeins með morgunmatinn á laugardögum. Nú er ég búin að þrífa alla íbúðina og er að skipta á rúmum (svaka dugleg). Ætla svo í Grindavík að skoða lítil borð. Pabbi er að taka til og sagðist eiga eitthvað smotterí sem hann væri að fara að henda Kíki kannski á einhverja í kaffi aldrei að vita hvað mér dettur í hug
ekki fer ég á fjall í dag
En ég hlít að lifa það af, það kemur dagur eftir þennan nefnilega. Er ekki alveg að hugsa nógu vel um sjálfa mig þessa dagana en er búin að koma auga á það og er að skoða málið. Hafið góðan dag. Set inn tvær myndir af dúllunni minni frá því um síðustu helgi.
Stjörnuspá

Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.