29.1.2009 | 20:10
Mikið að gera
Það er ekkert smá mikið að gera hjá minni Brjálað að gera í vinnunni vegna innheimtumála, launa og svo launaframtalið mar. Svo á kvöldin þá er ég upptekin þau flest. Það liggur við að fólk þurfi að panta tíma til að geta hitt mig hee. En á meðan maður hvílist þá hlýtur þetta að vera í lagi í smá tíma. T.d. þessi vika. Mánudagskvöld fundur, þriðjudagskvöld spilakvöld, miðvikudagskvöld Esjuganga, fimmtudagskvöld salsakennsla, föstudagskveld þá passa ég uppáhalds ömmubarnið og svo laugardagskveld þá er matarboð. vaáá en gæti átt frí á sunnudagskvöld svo veit maður aldrei. Manni gæti kannski bara verið boðið út eða eitthvað heehhe. Þetta er bara gaman. Svo kvartar maður stundum yfir að hafa ekkert að gera. En ég vona að þetta verði ekki alltaf svona því ég vakna alla virka daga kl 5:35 til að fara í ræktina svo maður er frekar bissi allan sólarhringinn. Hafið það gott þar til næst.
Augnabliksfeimni jafngildir glötuðu tækifæri. Mest spennandi uppákoma dagsins felst í óvæntum glaðningi að ofan.
Athugasemdir
Mar verður bara að gera sér að panta tíma hjá þér,ef maður vill líta við í kaffi.
Ég bara skoða mitt calender finn lausan dag og hringji svo,til að sjá hvort þú sért laus
.
Annars bara bestu kveðjur héðan.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 29.1.2009 kl. 21:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.