20.1.2009 | 18:01
Glerbrot sálarinnar
Vinkona mín samdi þetta og leifði mér að setja það hér. Þetta lýsir lífinu hjá manni. Takk Elva fyrir að leyfa mér að setja þetta hér. Mig langaði að deila þessu með ykkur hvernig mér hefur liðið. En nú er allt á uppleið með hjálp góðra vina. Njótið dagsins.
Glerbrot sálarinnar
Ég sit á hnjánum - í stofunni
Örvænting og vanlíðan í sál minni
Þú stendur fyrir aftan mig faðir
En ég sé þig ekki, veit ekki af þér
Finn bara örvæntingu og uppgjöf
Þú horfir á mig með kærleika og ást
ég sit með fangið fullt af glerbrotum
Brotin eru líf mitt mistök mín og sár
Ég veit ekki hvað ég á að gera við þau
Í stað þess að biðja þig að hjálpa mér
Fer ég að reyna að líma brotin saman
Tek eitt af öðru og lími þau saman
Ég fyllist skelfingu þau festast ekki
Molna í höndum mér, eitt af öðru
Ég brest í óstjórnlegan grát
Hvað á ég að gera núna faðir ??
Ég sit með sandhrúgu í fanginulíf mitt
Þá sé ég þig Jesús við hlið mér
Grátandi sópa ég sandinum mínum saman
Þú tekur sandinn þá breytist hann í púsl
Fullt af kubbum og byrjar að púsla
Lífi mínu saman aftur,vonin vaknar í mér
Ég tek upp öll púslin, eitt af öðru
reyni að finna stað fyrir þau
En ég get ekki púslað, bara þú faðir
Þú segir, ég skal sjá um þetta dóttir
Með kærleika og þolinmæði í rödd þinn
Smá saman fæðist falleg mynd úr púslinu
Hún er ólík gamla glerinu mínu
Svo falleg, stöðug og örugg
Ég veit það er þér að þakka, faðir
Ég leyfði þér að púsla líf mitt saman
Búa til fallega framtíð fyrir mig
Ég veit að ef ég fer að púsla sjálf
brotnar það í sundur og molnar
Takk faðir fyrir þessa kennslustund
Ég þarf bara að treysta þér, Jesús
Leyfa þér að vinna verkið fyrir mig
Það eru forréttindi að vera barnið þitt
Núna og um alla eilífð.
EMG - 2005
Athugasemdir
Takk fyrir að leyfa mér að lesa þetta :-)
Jói Egils (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 20:55
Æðislegt ljóð. Ég fékk gæsahúð. Ertu komin með nýtt símanúmer?? Ég fékk sms í dag úr númeri sem ég kannast ekkert við, datt samt þú í hug, því þú ert alltaf að hugsa um aðra
Knús á þig 
Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 21:55
Frábært ljóð,
Guðrún Sæmundsdóttir, 23.1.2009 kl. 20:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.