17.1.2009 | 11:54
Annasöm vika
Jæja þá er þessi vika á enda ég byrjaði í hópátaki á þriðjudagsmorgun og það er bara svoldið erfitt. Nú er ég vön að hreyfa mig mikið en nú þarf ég að gera það með öðrum (svoldið erfiðara) En líst bara vel á þetta. Og svo er verið að skoða mataræðið. Úps hehe. Nei ég hef ekki viljað taka inn prótein hingað til en nú vill Valdís þjálfari meina það að það sé einmitt mitt vandamál. Mig vanti prótein í líkamann einmitt af því að ég hreyfi mig svo mikið. Þannig að mín ætlar að skreppa á eftir og kaupa smá prótein til að prufa. Sagt er að það sé allt í lagi að skipta um skoðun og er þessi skoðun í skoðun hehe.
Svo vaknaði ég glorhungruð i morgun og ég ákvað að fá mér alvöru morgunmat. Skellti hveiti og eggjum í skál og bjó til amerískar pönnukökur með smjöri og sýrópi, bara gott. Svo ætla ég mér að fá mér góoooooðan göngutúr og jafnvel skreppa í heitapottinn á eftir. Bara skemmtilegt líf. Njótið lífsins eins og þið viljið lifa því ekki eins og aðrir vilja að þið gerið það. Er hætt slíku.
Stjörnuspá

Athugasemdir
Já gerum eins og við sjál viljum.
Aprílrós, 17.1.2009 kl. 16:37
dugleg þú
Margrét M, 18.1.2009 kl. 21:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.