10.1.2009 | 12:07
Gelluhittingur
Fyrsti gelluhittingurinn með Gellunum var í gærkveldi og var bara gaman. Þetta er í fyrsta skipti í mjög langan tíma sem við erum allar 8 að hittast. Við hittumst heima hjá Hildi og þar var spjallað um gamalt og gott, hlustað á plötur (ekki geisladiska) hún á gamlan grammafón og þetta var bara gaman.
Við sungum okkur hásar og stelpurnar allar nema ég og Hafdís drukku eðalvín og snafsa. Við ýttum borðum til hliðar og fórum að dansa og leika okkur. Henry hani fékk að vera með því hann er svo frábær
(hann má ekki vita af okkur að syngja og leika okkur þá vill hann vera með) Selma austfirðingur var loksins með okkur en hún flutti til Breiðdalsvíkur fyrir 2 árum og fann draumaprinsinn þar svo þar vill hún vera. Takk fyrir frábært kvöld stelpur.
Stjörnuspá

Athugasemdir
Æði ;)
Aprílrós, 11.1.2009 kl. 11:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.