4.1.2009 | 13:34
Ömmuhelgin og brjálaður köttur
Jæja þá er þessi helgi senn á enda og er hún búin að vera frábær. Við Gulla Gullmoli höfum lent í ýmsu þessa helgi hehhe. Við erum búnar að skoða nokkra leikskóla og prufa ýmis tæki þar Síðan fórum við i heimsókn til Halla og Gunnhildar í gær en það gekk ekki vel fyrir okkur að komast þangað því við villtumst
Ég beygði einni götu of seint og svo var rigning og mikil þoka og ég lenti herumbil upp í afdölum hehe. En svo hringdi ég í þau en það svaraði þannig að ég hringdi í Kidda leigubílstjóra og þegar hann jafnaði sig á því að ég væri villt þá gat hann auðveldlega hjálpað okkur dömunum til baka og á réttan stað og þökkum við honum kærlega fyrir hjálpina. Svo í morgun þá var kötturinn búin að klára matinn sinn og fór að væla um meira. Ekki fann ég neinn mat og þá varð kötturinn bara fúll og fór að skemma dótið hennar Gullu
og svo þegar kötturinn fór að ráðast á rafmagnssnúruna þá tók ég villidýrið og henti honum út
Klæddi mig og Gullu Gullmola í útiföt og tókum kerruna og röltum af stað í búð til að kaupa mat handa kettinum. Haldið ekki að kötturinn elti okkur ekki hehe Svo vildi hann koma inn í búðina en ég kom nú í veg fyrir það. Þegar við vorum búin að versla og komum út þá var kötturinn þar ennþá. og hann fór með okkur á næsta leikskóla og í góðan göngutúr vælandi (ég vil matinn minn núna hehe). Núna er hann búin að fá mat og farin út (trúlega á næsta leikskóla að leika sér hehe) Þetta eru sjálfselskustu dýr sem ég hef kynnst. *Annars var helgin frábær. Anna María og Gunnþór koma seinnipartinn. Þetta ætla ég að gera aftur en senda þau þá í eitthvað skemmtilegra en jarðarför. Njótið dagsins.
Stjörnuspá

Athugasemdir
Guð en skemmtileg helgi og mikið um að ske hjá ykkur. Og skemmtilegur kisi ;)
Aprílrós, 4.1.2009 kl. 21:00
skemmtileg helgi hjá þér .. aumingja kötturinn þarf hann að væla út mat he he
Margrét M, 5.1.2009 kl. 15:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.