Amman á Selfossi

Gleðilegt ár og takk fyrir gamlar og skemmtilegar stundir. Um áramótin sem ég eyddi hjá Möggu og Kidda (Takk fyrir mig þið eruð frábær) þá keypti ég Egil Skallagrímsson og sprengdi hann Wink Kvaddi gamalt og bauð nýju inn. Þetta er gert af sérstakri ástæðu. Hef verið að vinna mikið í sjálfri mér og uppgötvað margt fallegt í kringum mig Wink Búin að hreinsa út og nú er það lífið framundan. Bara skemmtilegt. Með góðri hjálp æðri máttar og félögum í sasa.

Nóg um það. Nýtt ár gekk í garð með góðu veðri og þegar ég var á leið heim heyrði ég í Jóa Egils og co. og þau voru á ferðinni og buðu mér með á rúntinn. Þáði ég það. Fórum við til Egils og Steinunnar og fengum heitt kakó og flatkökur m/ hangiketi (flatkökurnar voru heimagerðar namminamminamm) Svo fór hver heim til sín. Reyndar var partý í blokkinni sem ég bý í en með eyrnatöppum og þolinmæði þá lifði ég það af hehe.

Núna er ég komin á Selfoss og ætla að vera hér alla helgina. Gunnþór og Anna María þurftu að fara á Blönduós í jarðarför og tók ég að mér að sjá um dúlluna þeirra, yndislegt barn. Foreldrarnir áttu nú svoldið erfitt þegar þau fóru því þau hafa ekki verið svona lengi í burtu frá henni Errm En við Gulla lékum okkur þar til hún fór að geispa og þá burstuðum við (slógumst um burstann hehe) tennurnar og hún var mjög snögg að sofna. Hlakka ég mjög til helgarinnar hef ekki sofið á Selfossi í mjög mörg ár. Ekki síðan á síðustu öld hehe. Kem til með að taka nokkrar myndir af dúllunni. Set nokkrar hér inn um leið og helgin er búin. Njótið þess að vera til ég ætla að gera það.

Stjörnuspá

NautNaut: Notaðu daginn til þess að leiða hjá þér hvað öðrum finnst. Brettu upp ermarnar og hættu ekki fyrr en borðið er hreint.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessuð Kristín og gleðilegt ár, frábær byrjun á árinu hjá þér að geta eitt heilli helgi með barnabarninu, passaðu bara að ofdekra hana ekki

áramótakveðja Álfheiður

Álfheiður (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 22:47

2 Smámynd: Aprílrós

Sæl og ég þakka þér fyrir kommentið sem þú gafst mér. 

Skemmtileg byrjun á árinu hjá þér, njóta þín með barnabarni þínu við starf og leik.  

Guð gefi þér yndislega  helgi og framtíð.

Aprílrós, 2.1.2009 kl. 23:01

3 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Takk fyrir Heiða mín og sömuleiðis en ömmur meiga alveg smá  

Kristín Jóhannesdóttir, 2.1.2009 kl. 23:18

4 Smámynd: Margrét M

njóttu ömmudagana

Margrét M, 3.1.2009 kl. 08:29

5 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Gleðilegt ár Kristín,gott að vita af þér í góðum gír og andlega heil.Slíkt er ekki svo létt á þessum tímum þar sem við þurfum að vanda að detta ekki í neikvæðnis grifjuna og sjá hvergi ljósglætu.

Hvernig sem allt fer og þróast,með jákvæðu hugarfari verða sporin okkur léttari á göngu okkar um lífsins veg.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 3.1.2009 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband