Jólin

Mikið er þetta yndislegur tími Wink Á aðfangadag í hádeginu komu Gunnþór, Anna María, Gulla001 og Jói í möndlugraut og var það bara gaman, Góður grautur og flott fólk. Jói fékk möndluna og var búin að geyma hana lengi áður en upp um hann komst. Þetta  var í fyrsta skipti sem hann fær mölduna. Til hamingju Jói.006 Svo fór Jói til pabba síns og Gunnþór og Anna María borðuðu hjá foreldrum hennar. Ég fór til Ólafar systur og var þar í góðu yfirlæti frameftir kveldi. Fórum fyrst í kirkju. Á myndinni eru krakkarnir að bíða eftir matnum Wink Dásamlegt kvöld. Ólöf og Palli takk fyrir mig Smile008 Svo var ég komin heim um miðnætti. Loksins ein heima. Kveikti engin ljós, bara á kertum um alla íbúð og það var svo notalegt að vera í þögninni og njóta jólanna. Jóladagur var mjög afslappandi. Miklar breytingar greinilega hjá mér því ég hef ekki slappað svona vel af í mörg ár. Vá mar. Horfði á jólamyndir í sjónvarpinu og fékk mér harðfisk í hádegismat hehe. Svo átti ég von á Jóa aftur um kveldmat og borðuðum við léttreyktan lambahrygg m/ bökuðum skalotlauk og steiktu rósakáli. Líka brúnuðum kartöflum og baunum handa Jóa. En þetta var algjör snilld. Kvöldið var frábært borðuðum frekar seint og fórum svo að skrafla fram á nótt. Og svo ofaná allt þá svaf ég til hálf 10 bæði í gær og í morgun. Ég sem alltaf er vöknuð fyrir allar aldir. hehe. Vá hvað þetta er flott. Njótið dagsins. Ég er með 30 manna jólaboð á eftir í litlu flottu holunni minni og hlakka bara til. Ættingjarnir koma með meðlætið og ég sé um kaffið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

gott að vita að það er yndislegt hjá þér og þínum... megirðu eiga yndislega rest

Margrét M, 26.12.2008 kl. 13:42

2 Smámynd: Aprílrós

En yndislegt. Stunum er gott já að vera ein innanum kertaljós og njóta þagnarinnar, kertaljósin eru svo róandi.

Sniðugt að hafa jólaboð svona að hver kemur með eitthvað á hlaðborðið.

Eigðu góðan dag með fólkinu þínu mín elskuleg.

Kærleiksjólakveðja.

Aprílrós, 26.12.2008 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband