24.12.2008 | 01:11
Þorláksmessa
Þetta er búinn að vera yndislegur dagur
var að vinna í ostabúðinni til klukkan að verða eitt, þá var farið í Múlakaffi og hitti Ragnheiði þar og við fengum okkur kæsta skötu nammi namm. Svo var farið að versla. Var að kaupa smáhluti í aðalréttinn sem ég ætla að vera með á jóladag. Það hefur verið æðislega gaman að búa til jólin. Litla jólatréð mitt er ekkert smá fallegt.Nú var ég í litlu íbúðinni minni að búa til jólin og tók upp allt dótið mitt og vá hvað er flott hjá mér. Ég hef haldið aftur af mér undanfarið og ekki líkað það nógu vel, ekki verið ég sjálf fyrr en núna í nóvember þá fór að koma í ljós aftur og líkar bara vel við snótina. Jólin tilbúin og ég bara bíð
Gleðileg jól.


Athugasemdir
Gleðileg jól Kristín og megi góður guð þig geyma.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 24.12.2008 kl. 06:29
gleðileg jól , hafið það sem best .. og takk fyrir að vera vinur í raun..
Margrét M, 24.12.2008 kl. 10:11
Jólakveðja
Kristberg Snjólfsson, 24.12.2008 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.