20.12.2008 | 18:30
Jólatréleiðangur
Ég fór að leita mér að jólatré í dag. Var stefnan tekin á Hvalfjörð nánar tiltekið að Fossá. Var þetta planað að Stefáni nokkrum Sólófélaga og voru nokkrir búnir að skrá sig en þær dömur duttu út vegna óviðráðanlegra ástæðna
En þá vorum við Stefán sem fórum og drengirnir hans. Veðrið var alveg ágætt smá gola og hálfskýjað. Við röltum um skóginn og fundum flott jólatré. Þetta var gaman fullt af snjó og við þurftum að vaða hann stundum frekar djúpt
Svo þegar krílið mitt og risinn þeirra var kominn í bílinn var ákveðið að fara og borða nestið okkar sem var ekki af verri endanum. Heitt súkkulaði, flatkökur og smákökur namminamm. En til að komast að húsinu til að geta sest niður þurftum við að fara smá ófærur og viti menn Stebbi festir bílinn. Jaxlarnir Ég, Breki og Askur örkum út úr bílnum og komum okkur fyrir og íttum bílnum bara
Ekkert smá Jaxlar á meðan Stebbi sat í bílnum og stýrði hehe. Í húsinu var notalegt og átum við nestið okkar og vorum að vonast til að það kæmu nú eins og ein eða tvær mýs til að skemmta okkur en það gerðist ekki. Núna erum við Jói að fara að snæða Kjöt í karrý namminammi namm síðan förum við á aðventutónleika í Langholtskirkju. Njótið kvöldsins
það ætlum við að gera.











Athugasemdir
Ég skellti mér í gervitré þetta árið,hef verið með lifandi mest undanfarin ár.Ég var einmitt áðan að taka það úr kassa og stinga saman og líst bara nokkuð vel á.
Samt það er smá svindl að mér finnst að vera ekki með lifandi tré í stofunni,við sjáum hvort þetta venst ekki og ef börnum mínum finnst þetta ekki skipta máli,þá verð ég líka bara sáttur og sæll.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 20.12.2008 kl. 22:13
bara snylld
Margrét M, 21.12.2008 kl. 11:32
Fallegar myndir. Ég hef alltaf verið með fake tré fyrir utan 2 jól.
Aprílrós, 23.12.2008 kl. 11:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.