Föstudagurinn fyrir jól

Vá búið að vera frábær dagur. Vaknaði snemma til að fara í rennibrautina eins og venjulega en þá var hún lokuð vegna frosts -4°. Við fórum bara í gufuna í staðin. Takk Steini þetta var kalt hehe. En var svo óheppin að gleyma helminginn af fötunum mínum heima þannig að ég þurfti að rjúka heim aftur og sækja þau. Svo í hádeginu  vorum við með Litlu jólin.Allir komu með pakka og við borðuðum Hangiket og alles. En við skiptum öllu á milli okkar t.d. ég kom með kartöflur og uppstúf, Hrönn kom með heimatilbúið rauðkál og Bára kom með flottasta eftirrétt ever. Bara flott. Svo var búið að númera pakkana og þetta vara bara snilld.007 Ragnheiður hún á heiður skilið fyrir hugmyndina. Svo fór ég að vinna niður í ostabúð því þar var svo mikið af pöntunum fyrir ostakörfur þannig að ég var að vinna við ostakörfugerð til klukkan að verða 7. 009Nú er löppin pínu þreytt en þetta var mjög svo gaman. Mikil tilbreyting í því að gera eitthvað annað. Skemmtilegt fólk. Takk fyrir mig,

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband