13.12.2008 | 19:46
Jólahlaðborð
Maður þarf oft að velja hvað maður vill gera. Nú stóð ég frammi fyrir því að það voru tvö jólahlaðborð á sama tíma að velja. Ég valdi ódýrari kostinn og ekki varð ég fyrir vonbrigðum með það. Mikið rosalega var gaman í gær. Það er langt síðan ég hef skemmt mér svona rosalega vel. Sólokrakkar takk fyrir mig. Maturinn var frábær og allt. Eyrún takk fyrir miðann á árshátíðina hehe. Það er nú saga til að segja frá. Það var leikur í gangi og ég missti miðann minn til Eyrúnar því ég var svo mikil ljóska hehe. En svo voru þeir sem misstu miðana sína svo heppnir að þeir fengu að draga annan miða fyrir happadrættið. Ég og Guðrún sem líka hafði gerst ljóska og misst sinn miða líka til Eyrúnar (hún með þrjá miða) svo var dregið um vinningana og viti menn við Guðrún fengum árshátíðarmiðana hehe. Setti mynd af Kokkunum. Og enn einu sinni Takk Eyrún.



Athugasemdir
Til hamingju með vinninginn á nýja miðann. ;)
Aprílrós, 14.12.2008 kl. 13:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.