Fjallganga

Nú átti að prufa að fara í Fjallgöngu að vetri í snjó og kulda Wink Vorum við 5 saman. Ég, Stebbi, Soffía, Sigurður og Hörður. Hittumst við hjá Húsgagnahöllinni og fórum við dömurnar í bílana hjá strákunum. Ég hjá Stebba og Soffía hjá Herði. Stefnan var tekin upp á Hellisheiði því við ætluðum að ganga á Hengilsvæðinu upp á Vörðuskegg. Stefán fór á undan því hann hafði farið þetta áður. Fór aðeins af leið en sneri við þegar við komum að stórri á FootinMouth Hann var nú ekki lengi að komast á  réttan slóða. Fórum svo öll í jeppann hans Harðar til að komast aðeins nær.  Svo var lagt í hann rétt upp úr kl. 11. það var c.a. 8 stiga frost en heiðskýrt. Við höfðum reyndar tekið eftir því á leiðinni að það var skýjahula yfir Vörðuskeggi en vonuðum að það myndi hverfa þegar sólin kæmi sem og það gerði. Mér varð strax mjög kalt á puttunum (hafði bara tekið flíslúffur en engar hlífar) Stebbi lánaði mér svo kallaðar skeljar sem björguðu puttunum mínum algjör snilld. Takk Stebbi Wink Ég fann ekki meira fyrir kulda eftir þetta. Áfram fórum við upp á topp. Teknar nokkrar myndir sem fylgja hér með. Á leiðinni niður varð ég fyrir því óhappi að missa fótanna í snjóklaka og renna niður um 30 metra frekar bratt (Siggi hafði sínt okkur rétt áður hvernig við ættum að bregðast við ef við færum að renna af stað) Takk Siggi ég veit ekki hvernig hefði farið fyrir mér ef ég hefði ekki tekið vel eftir þarna. Mér fannst mjög óþægilegt að renna þarna niður og meiddi mig á vinstri löpp (fannst það ekkert mikið þarna því ég fann eitthvað en ekki mikið) Þegar Stebbi var að koma til mín að athuga um mig þá datt hann ( Við erum gáfuleg hann aumur á rassinum og ég á einari Cool ) Fyrir utan þetta óhapp þá var þetta æðisleg fjallaferð, frábær félagsskapur og frábært veður. Þegar við komum til byggða ákváðum við Stebbi að lina aumu partana í heitapottinum en þegar ég var komin ofaní pottinn fór mér ekki að lítast á blikuna. Ökklinn var mjög bólginn og blár. Þannig að ég fór upp úr og skrap upp á slysó og þar var ég mynduð og vafinn. Ekkert brotið en illa tognuð. Skrítið að ég virtist ekki finna mikið til fyrr en ég fór úr skónum. Læknirinn heimtaði að ég yrði á hækjum í nokkra daga þannig að við Jói fórum til Grindavíkur og fengum hækjurnar hennar mömmu lánaðar. 229          228221230

 

Stjörnuspá

NautNaut: Blandaðu geði við fólk í dag með því að spjalla við þína nánustu eða fara í stórt boð. Nú er ekki rétti tíminn til að setja sjálfstýringuna á.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband