Rennibrautin

Og enn er kominn föstudagur, ekki eru nú margir föstudagar eftir á árinu eða 4 stk. Maður bara dreif sig á fætur því nú er það Rennibrautin í Kópavogslauginni. Mætti bara snemma svo maður gat synt nokkrar ferðir. Svo var kallað upp að tíminn væri komin og viti menn það hafði gleymst að kveikja á græjunum. Við fórum þá bara í gufuna á meðan allt var gert klárt. Tærnar voru frekar frosnar eftir að hafa klifrað upp stigann en alltaf er þetta jafn gaman. Og svo var fengið sér kaffi á eftir. Þeir Keli og Steini reittu af sér brandarana. Keli er nú þræl skemmtilegur kall Grin og Steini fylgir fast á eftir Tounge. Þetta gefur lífinu lit. Takk fyrir mig.

 

Stjörnuspá

NautNaut: Viðskiptin ganga vel. Kannski af því að þig langar til að vera innan um fólk. Ekki láta sjá þig með hverjum sem er.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

Ég sé svo mikið fyrir mér tær í klakaböndum brrrrrrrrrrrrrrrrr... en dugleg eruð þið  ekki hægt að segja annað.  Það er annað en ég treysti mér varla út í gær, svo kallt úti ..  

Margrét M, 28.11.2008 kl. 09:27

2 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Enda átt þú ekki að fara út í kuldann fyrr en þú ert orðin góð. Þú ert löglega afsökuð. Nóttu dagsins inni í hlýunni

Kristín Jóhannesdóttir, 28.11.2008 kl. 10:13

3 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

En  ég  mér fannst líka kalt

Kristberg Snjólfsson, 28.11.2008 kl. 10:39

4 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Þú mátt líka vera inní í dag því þú varst í aðgerð

Kristín Jóhannesdóttir, 28.11.2008 kl. 14:29

5 Smámynd: Aprílrós

Dugleg ertu og sjálfsaginn góður, að fara út í þennan kulda og frost og í laugina þarf hörku og já ég sé fyrir mér líka táslur í klakaböndum ;)

En gott að vera í gufunni og hlýjunni þegar svona kuldi er .

Góða helgi mín kæra ;)

Aprílrós, 29.11.2008 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband