27.11.2008 | 08:38
Sund og ostar
Ég er farin að heimsækja Sundlaug Kópavogs á föstudagsmorgnum en mætti í morgun því þá var skyldumæting i osta og jólaöl. Lífið er bara skemmtilegt. Alltaf hægt að finna skemmtilegt fólk til að kynnast og eiga stuttar en skemmtilegar stundir með. Strákar takk fyrir mig. Og svo Hvað er Krikaleikur? Þá fylgir því smá saga.
Kona kominn á nýræðisaldur fer til læknis (hún er mjög ern) Hann hækkar róminn þegar hann sér svona gamla konu en hún skammar hann fyrir að öskra á sig. Og svo skoðar læknirinn konuna og sér að hún er mjög heilsuhraust miðað við aldur og hann spyr hana hvað hún hafi gert til að halda sér svona vel og hún svarar "Dugleg að stunda Krikaleiki" Læknirinn verður hvumsa og spyr hverslags leikur er það. Konan spyr þá hvort hann eigi ekki konu og börn, Jú konu og tvö börn. Þá svarar konan ég á 16 börn og fór oft í krikaleiki svo ef þú vilt hafa konuna spræka fram eftir aldri vertu duglegur í krikaleik við hana.
Spurning hverslags leikur þetta sé.
Hafið góðan dag.
Stjörnuspá

Athugasemdir
Nkl. hverslags leikur er þetta ?
Ljúfan dag mín kæra .
Aprílrós, 27.11.2008 kl. 11:50
Kristín Jóhannesdóttir, 27.11.2008 kl. 16:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.